Sko… ég ætla bara svona að benda sumum á eitt!..
Þeir sem dýrka frægt fólk og svoleiðis, þeir oftast geta ekki látið það í friði þegar þeir sjá það. En fræga fólkinu finnst ekki þæginlegt að geta ekki verið látið í friði. Það er stundum njósnað um það, spurt það ósiðlegra spurninga, komið í heimsókn án þess að vera boðið og fleira. Þetta er gallinn við að vera frægur! En ef þið viljið hafa frægt fólk í heiminum þá er bara einfaldlega það að láta fólkið í friði, sumt frægt fólk er drepið út af frægðinni… Ég meina þetta er venjulegt fólk eins og við hin, ykkur mundi finnast skrítið ef einhver gengi upp að ykkur og færi að spurja þig einhverja spurninga sem eru allveg út í hött!.. Ég skil ekki hvernig er hægt að ,,dýrka" annað fólk þegar þið þekkið það ekki neitt og vitið ekkert hvort þau eru góð eða vond!.. Eins og ég þoli ekki suma sem reyna alltaf að afsaka fræga fólkið eins og á irafar.is í gestabókinni var einu sinni verið að tala um að Birgitta reykti, og svo sagði allt í einu einhver Birgitta reykir ekki ég veit það, hún er mjög góð manneskja og getur bara ekki reykt. Ég meina halló hvað veist þú um það, þekkiru hana eitthvað persónulega eða? Þetta er það sem ég er að tala um… Ég er ekki neitt fræg eða svoleiðis og veit auðvitað að sumir njóta þess að vera frægir og aðrir ekki og ég veit auddað ekkert hvernig er að vera frægur.. En ég ætla að segja ykkur eitt sem ég las í viðtali við hljómsveitina Blue fyrir stuttu.. Þeim finnst alls ekki gaman að vera frægir út af því að þeir eru ofsóttir bara út af þeir eru sætir, fólk sem þekkir þá ekki persónulega getur ekki sagt að þeir séu frábærir.. Sumt frægt fólk þarf að ganga yfir það á hverjum degi þegar þau koma heim úr vinnunni eða eitthvað slíkt að það séu fullt að aðdáendum að bíða eftir þeim fyrir framan húsið þeirra og sumir eru jafnvel drepnir eða eitthvað álíka, en sem betur fer gerist þetta ekki á Íslandi! En ég vildi bara svona benda ykkur á þetta því sumir gleyma þessu um leið og þeir hitta einhvern frægann..
Ég veit allveg að ég viti ekkert um hvernig fræga fólkinu líður en mér fannst ég bara þurfa að skrifa þetta.. Vonandi takiði þessu ekkert illa…:/