Mel C elskar meira sviðið en bólið...
Mel C segist heldur kjósa að syngja uppi á sviði frekar en að eiga gott kynlíf í svefnherberginu. Þetta sagði kryddpían knáa í viðtali við Sunday Mirror, “Yfirleitt er ég frekar feimin en uppi á sviði losna af mér öll höft.” Mel C sem er 29 ára hefur þurft að berjast bæði við þyngdina og þunglyndi eftir að Spice Girls leystust upp en í dag segist hún vera búin að ná sáttum við sjálfa sig. “Ég legg allt í tónlistina og það er þá sama hvaða fatastærð ég nota, tónlistin breytist ekki eftir því.” Ekki mun stúlkan þó stíga upp á svið á næstunni því læknar spá því að hún muni ekki geta gengið eðlilega eftir að hafa meitt sig í hnénu í sjónvarpsþættinum The Games sem sýndur er á Channel 4 í Bretlandi.