Jodie Marsh
Hver er það segja eflaust margir, og ef þið eruð ekki að fylgjast með hinni “gulu” Bresku pressu vitið þið ekki hver hún er. En semsagt þá er þessi 24 ára fyrrverandi strippari búinn að vera vinsælasta myndefni “the papparazzi” í Englandi og keppir hart við Jordan um athygli og er ekki mikil ást þeirra á milli.
Og hvað hefur þessi gella ? Ekki mikið á milli eyrnanna held ég en hún er ein af þeim sem hefur gaman að vekja athygli á sér í efnislitlum fatnaði og það virðist bara vera nóg, hún er meira að segja ekki sérlega vel vaxin og með skrítið nef.
Jodie kemur kemur frá Essex en þegar Bretar tala um “the Essex girl” þá er verið að tala um frekar druslulegar stelpur og þessi virkar þannig stundum í talanda og klæðnaði, kannski ekki skrýtið miðað við fyrrvarandi starf. Það er samt sérstakt að hún býr enn heima hjá foreldrum sem virðast hafa það frekar gott, flott hús með sundlaug (nema að hún hafi keypt það ?)svo ekki virðist uppeldið hafa verið mjög slæmt, kannksi er bara svona í Essex.
Aðalstarf Jodie núna er að vekja á sér athygli,(fær ókeypis að drekka á stöðum ef hún kallar á ljósmyndarana) og að fara í myndatökur hjá hinum og þessum blöðum. En Jodie ætlar ekki að láta staðar numið þar, hún stefnir hátt og var þessvegna í prufutökum sem kynnir á sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í klámi !