Hvað er frægð?
Hvað er það er vera frægur? Ég veit að það er að allir vita hver maður er. En hver er tilgangurinn? Er eitthvað skemmtilegt að láta skrifa slúður um sig í blöðunum, alltaf ljósmyndarar á eftir mannig og klikkaðir aðdáendur? Þú ert bara að leika í bíómynd, syngja eða eitthvað í þá áttina og allt í einu ertu bara orðin/nn fræg/ur. Síðan að fá eiginhandaráritun, úúúuúú ógeðslega merkilegt eitthvað að eiga nafn einhvers frægs á blaði! Geðveikt maður. Frægt fólk á fullt af pening og býr í stóru flottu húsi með sundlaug í garðinum, allt virðist vera eitthvað rosa perfect. En auðvitað er þetta fólk alveg eins og við, þau gera það sama, fara að versla, borga sína reikninga, borða eins mat og fleira. Ég var að skoða Myndbönd Mánaðarins um daginn og þá var eitthvað í blaðinu frægafólks dæmi, og þá voru svona myndir af þeim og það stóð svona, þær fá mikinn ruslpóst, þær versla í matinn, þær byrja daginn á kaffi eða eitthvað. Auðvitað fávitar! Ekki vera svona ótrúlega vitlaus og halda að þetta fólk eru með eikkerja “butlera”. Þetta er fólk, fólk sem að leika í bíómyndum og þéna bara meiri peninga en við. Ef að maður vill athygli, hlauptu þá allsber niður laugarveginn með skilti þar sem stendur á ÁFRAM KLEPPUR!