Tony Blair var búinn að ákveða að segja af sér ef breska þingið hefði ekki stutt stríðið í Írak.
Hann segir að hefði hann ekki fengið stuðning hefði honum ekki verið stætt á öðru en að láta af störfum sem forsætisráðherra.
“Ég var búinn að gera ákveðnar ráðstafanir ef þingið hefði fellt stuðning við stríðið í Írak. Þetta var komið svo langt að ég settist niður með börnunum og sagði þeim að pabbi gæti misst vinnuna.”
Þinigð studdi hins vegar stríðið og heldur Blair því áfram störfum.