Copy/Paste

Grínþáttaleikarinn Ray Romano úr Everybody loves Raymond sló met sem hæst launaðasti sjónvarpsleikarinn hingað til þegar hann gerði samning um áttundu seríuna upp á 140 milljónir króna á þátt. Tímaritið Variety greindi frá að Ray, sem er 45 ára, er þar með talinn með hæstu launin en hann var áður með um 58.5 milljónir króna á þátt. Um 19 milljón áhorfendur fylgjast með íþróttablaðamanninum frá New York og fjölskyldu hans í þættinum og þótti því ástæða til að gera góðan samning. Kelsey Grammar úr þáttunum Frasier er talin fylgja á eftir Ray með um 117 milljónir króna á þátt og hópurinn í Friends er sagður vera með um 73 milljónir.