Copy/paste
Þýska fyrirsætan Claudia Schiffer, sem beitti ýmsum ráðum til að koma í veg fyrir að ljósmyndar næðu myndum af brúðkaupi hennar og kvikmyndaframleiðandans Matthews Vaughans í fyrra, hefur nú samþykkt að leyfa bresku biskupsdæmi að birta mynd af brúðkaupinu í árshefti sínu. Ritið er að jafnaði gefið út í um 1.500 eintökum eða þremur á hverja kirkju í biskupsdæminu.
Schiffer á herragarð nálægt Shimpling í Suffolksýslu á Englandi og þar var brúðkaupið haldið. Hefur fyrirsætan nú leyft biskupsdæminu í St. Edmundsbury og Ipswich að birta mynd frá brúðkaupinu í ársriti sínu.