Birgitta Haukdal syngur ekki lengur “segðu mér allt” heldur „Open your heart“ en lagið verður flutt á ensku í lokakeppni Evróvisjón í Riga í maí. Tökum er nýlokið á myndbandi við lagið, sem Ragnar Bragason leikstýrir, og verður það frumflutt í Sjónvarpinu laugardaginn 22. mars í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini.
Höfundar enska textans eru söngkonan Birgitta Haukdal og Sveinbjörn I. Baldvinsson en hann gerði einnig textann við „All out of Luck“ sem Selma Björnsdóttir gerði frægt í Evróvisjón um árið.
Jónatan Garðarsson, formaður dómnefndar Söngvakeppni Sjónvarpsins, forkeppni Evróvisjón 2003, fer út með myndbandið í næstu viku. ”Fulltrúar allra sjónvarpsstöðvanna koma saman og afhenda sín gögn. Öll lögin eru síðan send í einni samsendingu til allra sjónvarpsstöðvanna. Eftir það er ákveðið hvernig staðið verður að kynningu í hverju landi fyrir sig," útskýrir hann.
Þetta er eiginlega copy / paste grein en samt ekki alveg.