Ég held að allir þekki Claudia Schiffer en allavega er hún þýsk og ein þekktasta fyrirsæta í heimi. Hún var uppgötuð á diskóteki í þýskalandi árið 1978 en hún er 32 ára núna en hvað með það ég verð að segja ykkur smá fréttir af henni.
Eins og nafn greinarinnar gefur til kynna eignaðist hún strák og gerðist það í gærkvöldi að hún eignaðist strák en þetta er fyrsta barn hennar og Matthews Vaughns sem hún giftist í maí.
Drengurinn var tekinn með keisaraskurði á Portland-sjúkrahúsinu í Lundúnum og var 14 merkur og heilsast barninu og Schiffer vel :)
Ástæða þess að barnið var tekið með keisaraskurð er sú að Schiffer meiddist á fætinu í nóvember og hefur því gengið á hækjum.
Schiffer og Vaughn giftu sig í enskri sveitakirkju í maí. Vaughn er kvikmyndaframleiðandi og framleiddi m.a. kvikmyndina Lock, Stock and Two Smoking Barrels.
En allavega vona að þið hafið ekki vitað þetta!
Með kveðju Hallat