Ég hef oft tekið eftir því að almenningur setur út á fræga fólkið af því að þeim finnst kannski að eitthver eigi ekki skilið að vera frægur því að hann leiki svo illa, og annar af því að hann syngi svo illa. En þetta fólk ER frægt, og hlýtur að hafa eitthverja hæfileika, en auðvitað er þetta líka bara heppni hjá sumum. En þau komust upp á stjörnuhimininn, sjálf eða með annara manna hjálp og þá þurfum við kannski ekkert að virða þau en ekki alltaf hakka þau niður fyrir að vera þau sjálf, af því að okkur finnst þau vera of hæfileikasnauð til að fá að vera fræg! Svo er líka svo oft sett út á söngkonur, t.d. Britney Spears og verið að segja að hún sé bara ömurleg söngkona og hún sé ekkert merkileg af því að hún semur ekki lögin sín sjálf! hvaða reglur segja til um það að söngkonurnar eigi að semja lögin sín sjálf? engin! það er auðvitað plús og segir til um það að manneskjan hafi lagt meira á sig til að verða fræg en hún varð það samt sem áður og syngur þessi tilteknu lög þó svo að hún hafi ekki samið þau öll sjálf!
Allar stjörnurnar hafa EITTHVERJA hæfileika og leggja hart að sér til þess að þóknast sumum..