Ég sá þetta í Fréttablaðinu í morgun. En fréttin var einhvernvegin þannig að Justin Timberlake var að fara inn á matsölustað ásamt 11 lífvörðum til þess að fara að fá sér að borða (væntanlega) en þá kemur hópur að krökkum (aðdáendum hans) og fara eitthvað að biðja hann um eiginhandaráritun. En hann á víst að hafa brugðist hinn versti við, virt börnin ekki viðlits og sagt ,,Ég ætlaði bara að fá mér helv**** hamborgara!!“. Og það endaði með því að hann fékk sér afgirt borð frá ”æstum en móðguðum“ aðdáendum. Foreldrar barnanna eru víst stórhneyksluð á framkomu stjörnunnar.
Ef ég væri eitthvað heimsfræg myndi ég aldrei koma svona fram við aðdáendur mína..Ég veit hann er rosa frægur og á varla neitt einkalíf og blablabla, en sorrý kallinn minn, þetta fylgir bara frægðinni. Ég persónulega hefði gefið börnunum eiginhandaráritun í flýti (hefði varla tekið neitt mikið lengri tíma en 5 mínútur og þar að auki munu börnin kannski muna þetta alla ævi eða eitthvað) og sagt svo við þau að nú ætli ég að fá mér að borða og svona…
En svo er þetta kannski bara eitthvað rugl?
<br><br><i> Ég styð <font color=”#0000FF“> klassík </font> og <font color=”#800080“> Skjá einn </font>!! </i>
<a href=”http://www.hugi.is/hp"> þetta </a> er snilld!