Ryan Reynolds
Ég ætla að skrifa svolítið um Ryan Reynolds en fyrir þá sem að vita ekki hver hann er, er hann gaurinn sem leikur t.d. í þáttunum Two guys and a girl. ég las um þetta í Myndbönd mánaðarins.
Hann fæddist í Vancouver í Kanada þann 23. október 1976 og er yngstur fjögurra bræðra. Hann dreymdi um að gerast leikari, en féll í leiklistarskóla og fékk lítið annað upp í hendurnar en hlutverk í annars flokks myndum sem gerðu honum nánast ekkert , nema að kenna honum að líf leikarans er ekki alltaf frábært! Hann var alveg að gefast upp á leiklistinni þegar vinur hans f ékk hann til að koma með sér til Los Angeles. Þar ók hann um staurblankur á hurðlausum jeppa í fjóra mánuði áður en honum tókst að fá hlutverk í gamanþátunum Two guys and a girl sem náðu reyndar ekki miklum vinsældum í Bandaríkjunum en nægðu honum til að fá nokkur hlutverk í bíómyndum. Van Vilder er fyrsta myndin hans sem fer í allsherjar dreyfingu í kvikmyndahús og næst munum við sjá hann í myndinni The wedding party eftir Andrew Flemmingþar sem hann leikur m.a. á móti Michael Douglas. Mér finnst Ryan Reynolds frábær leikari og hann mitt uppáhald í Two guys and a girl þáttunum ;D