Mér finnst að það eigi að meta Björk meira. Ég verð að viðurkenna að stelpan er skrítin í tónlistinni en hún er þó að gera eitthvað nýtt og spennandi og öðruvísi. Þess vegna er hún auðvitað svona fræg, en afhverju er hún aldrei í fjölmiðlum? Annað hvort eru íslendingar ekkert að bögga hana til að láta hana í friði en miðað við hvað hún er fræg þá ætti hún að vera meira í fréttum. En einhversstaðar heyrði ég (ekki í gegnum fjölmiðla) að hún væri búin að eignast annað barn, veit einhver hvaða kyn það var og hvað það heitir?

Bara að spyrja…

Kveðja,
rakel87