verður fræga fólkið atvinnulaust?
Ég var á fyrirlestrum útskriftarnema bæði úr listmálun og grafískri hönnun og einn fræddi okkur um hraða þróun tölvutækninnar í að búa til það raunverulegar bíómyndir að við þurfum kannski ekki leikarana okkar frægu..eða hvað? Myndum við ekki sakna okkar uppáhaldsleikara? Verða þeir bara með raddir baksviðs fyrir þessar raunverulegu tölvufígúrur? Verða kannski bara búnar til raddir í tölvunum? Verða frægu leikararnir enn frægir eða gleymast þeir? Verður þeirra aðeins minnst þegar þeir skipta um maka, halda framhjá ofl.? Komið með ykkar álit;)