Ungfrú Tyrkland varð hlutskörpust í fegurðarsamkeppninni ungfrú heimur 2002 sem fram fór í Lundúnum í dag en óvenju mikið hefur verið deilt um keppnina í ár. Azra Akin stóð stolt á sviðinu á meðan þjóðsöngur Tyrkja var leikinn eftir að hún hafði verið krýnd forláta kórónu og þegið 100.000 sterlingspund í verðlaunafé. Sigurvegarinn frá í fyrra, Agbani Darego frá Nígeríu krýndi.
Níutíu og tveir keppendur frá ríkjum víða um heim tóku þátt í sýningunni sem var flutt í skyndi frá Nígeríu til Lundúna eftir að óeirðir brutust út milli kristinna manna og múslima vegna keppninnar. Ríflega 200 manns létu lífið í óeirðunum. Margir keppendur hættu við þátttöku í keppninni í mótmælaskyni við dauðadóm sem kveðinn var upp í Nígeríu yfir ógiftri móður.
A.t.h þetta er copy/paste af mbl.is