Avril Lavigne Sælt veri fólkið!

Ég verð að afsaka það að ég hef ekki verið dugleg upp á síðkastið að drita greinum hérna inn - en ég ætla að verða svona aðeins duglegri með það framvegis..

En hérn allavegana ég var í gærkvöldi eitthvað að glápa á sjónvarpið og sá þarna myndbandið með Avril Lavigne - Sk8er Boi. Djöf.. snilld! Ég meina manneskjan er alveg ótrúlega töff! Ekkert smá kúl - brýtur upp þetta fíflalega system að stelpur geti ekki orðið frægar nema þær geri myndband á nærbuxunum - þetta myndband er geðveikt flott og lagið er bara snilld. Þetta er náttúrulega bara mín skoðun en ég verð að koma henni á framfæri. Ef þið hafið ekki heyrt þetta lag þá vil ég mæla með því að dl því!

Þetta er töff stelpa og góð söngkona þrátt fyrir ungan aldur. Flest lögin hennar eru mjög góð og öðruvísi. Textarnir eru líka mjög flottir eins og t.d. í Sk8er Boi.

Endilega kaupið diskinn eða dl laginu því mér finnst það a.m.k. gargandi snilld:-P

Danke…
halla