Þeir sem hafa svo mikið sem heyrt lagið með Las Ketchup ,,a sera hei ha" dæmið vita að allir þekkja þetta lag og þennan texta fann ég á mbl.is undir fólk:

Segist hafa verið fugl í fyrra lífi



……………….Tómatsósurnar spænsku…………………….

Spænsku systurnar þrjár, Lola, Lucia og Pilar Muños, sem mynda söngtríóið Las Ketchup segjast vera nokkur þúsund ára gamlar; Lola segist raunar vera 2500 ára, hafa endurfæðst oft og sé viss um að hún hafi verið fugl í einu af fyrri lífum sínum. Þá segir hún að Lucia systir sín sé 1765 ára gömul. Þessar spænsku systur, sem virðast samt allar vera á þrítugsaldri, eiga nú vinsælasta lagið í flestum löndum Evrópu: Aserejé.
Lagið, sem nýtur m.a. mikilla vinsælda hér á landi, hefur verið í efsta sæti á Spáni síðustu 14 vikur. Það er einnig í efsta sæti á sérstökum evrópskum vinsældalista og náði efsta sætinu í Bretlandi um helgina.

Stúlkurnar kalla sig Las Ketchup, eða Tómatsósan, og vilja með því heiðra föður sinn, Juan, sem kallaður var El Tomate og var frægur flamengógítarleikari á sínum tíma.

Nafn lagsins, Aserejé, er sagt vera hljóðlíking ensku orðanna I said a hip, en þannig hefst viðlag lagsins. Texti lagsins er einnig að mestu leyti merkingarlaus en það sem skilst virðist fjalla um ungan sígaunastrák, Diego, sem finnst gaman af að syngja og dansa en kann ekkert í ensku. Þess vegna reynir hann að líkja eftir orðunum sem hann heyrir.

Svo allir geti sungið viðlagið næst þegar lagið heyrist er það á þessa leið:

Aserejé
ja de
jé be
jebe tu de jebere sebiunouva
majabi an de bugui an de buididipi.

………………………………….. ……………………
Spurning: er eitthver hér sem heldur að hann hafi verið fugl eða fiskur og er æva gamall?