Ég fylgist greinilega alltof lítið með því ég var að heyra nýjustu ólettu söguna um nýja Beckham.. Ég vissi ekki einu sinni að Victoria væri ólétt, hvort sem er hefði maður valla séð það á henni. Þegar maður sér myndir af henni núna heldur maður að ef það hefði verið tekin önnur mynd 1.mín seinna þá hefðu beina- hrúga legið skammt frá þar sem hún hefði verið…. ;)
Victoria og David Beckham eignuðust í gær (1.sept 2002) barn, sem var strákur, en þetta var annað barn þeirra. Fyrra barn þeirra var strákur sem hét Brooklyn (alveg fáránlegt nafn, enda getur þú ekki haldið að hann hefði heitið eitthvað fallegu nafni þar sem hann á fávita fyrir foreldra), en hann er þriggja ára. Sonurinn ungi, sem mun bera nafnið Romeo (Julia bætist væntanlega bráðum… fáránlegt nafn, kom í heiminn á Portland sjúkrahúsinu í London. Þetta hafði David sjálfur Beckham að segja um þetta mál: “Að eignast barn er eitt það mikilvægasta í lífinu.” Þetta sagði hann við fréttamenn fyrir utan sjúkrahúsið í morgun. Hann sagði að sonurinn ungi væri líkur eldri syninum. En þetta hef ég að segja um málið: “Ooooo, en sætt!” Eða hitt og… hvenær ætli þau skilji? Eða eru þau fullkomna, hamingju sama fjölskyldan? :)
Síðan er það hin nýja óléttu sagan, um hana Natöshu Hamilton, sem er ein söngkonan úr Atomic Kitten. En hún var að eignast á laugardaginn soninn Joshua Hamilton Cosgrove.
Þetta er fyrsta barn hinnar tvítugu söngkonu og unnusta hennar Fran Cosgrove.
Natasha er önnur söngkonan úr Atomic Kitten sem verður mamma en söngkonan Kerry Katona hætti í Atomic Kitten á síðasta ári er hún eignaðist erfingja með Bryan McFadden úr Westlife. Þau eiga nú von á öðru barni…
Ég vil bæta hér við að maður hefur sko tekið eftir því að Natasha sé ólétt… t.d. í nýja myndbandi þeirra stúlkna (sem ég man reyndar ekki hvað heitir).
Upplýsingar eru fengnar á mbl.is þannig þið sem eruð búin að heyra þessar óléttu- sögur þegar, verðið að afaska þetta… :)