Nú er komin júní 2002 og maður hefur ekki heyrt nýtt lag með Svölu Björgvins í útvarpinu, síðan um jólin og hún sem átti að vera með þessa æðislegu plötu. Maður var satt að segja farin að búast við því að þessi mikla vinna sem hún lagði í plötuna myndi sýna einhvern árangur og hún myndi “meikaða” í USA. En ekkert hefur gerist. Svala hefur ekki einu sinni unnið verðlaun hérna heima á Íslandi, hún var tilnefnd í mörgum flokkum bæði á hlustendaverðlaunum fm 957 og á Íslensku Tónlistarverðlaununum en vann ekki eitt einasta stykki. Til gamans má geta þess að XXX Rottweilerhundarnir komu sáu og sigruðu á báðum þessum tónlistarhátíðum. Ekki hef ég grænan grun um hvað kostaði að gera Rottweilerplötuna, en hún hefur ekki kostað næstum eins mikið og platan hennar Svölu. Svala vann með mönnum sem samið hafa fyrir Britney Spars og sinfóníuhljómsveit Svíþjóðar spilar í nokkrum lögum á plötunni. Sem sýnir að ekki eru dýrustu plöturnar endilega vinsælastar.
Af hverju er fólk að hafa svona brjálaða drauma um frægð og frama í útlöndum? Síðan gerist nákvæmlega ekki neitt eins og hjá Svölu. Sigurrós er orðin heimsfræg grúbba án þess að hafa verið að reyna það og ekki hefur tónlistin þeirra kostað mikið hingað til.
Núna er Land og synir að fara nákvæmlega sömu leið og Svala, að taka þátt í einhverju “meikaða í USA” verkefni sem búið er að kosta tugi milljóna króna. En plata Lands og sona er ekki enn komin út þannig að ekki er gott að segja hvort það dæmi gangi upp eða ekki. En ég vona það svo sannarlega þeirra vegna.