Kurt Cobain var snillingur, það er ekki spurning!
Nirvana besta hljómsveit sem til hefur verið og Nirvana er Kurt Cobain að mestu leiti, þar sem hann samdi öll lögin, textana, spilaði á gítar og söng.
En þetta var ein sú versta grein sem ég hef lesið til að vera hreinskilin :)
Þó að það sé rosalega margt sem mætti/ætti að laga og leiðrétta í þessari grein þá nenni ég ekki að leiðrétta nema eitt.
Hann bjó aldrei undir brú, hann sagði það bara af því að honum fannst það passa við ímynd sína. Hann var alltaf að reyna að byggja upp einhverja ímynd, sagði að hann hefði gert hluti sem hann hafði aldrei gert og æfði alltaf hvað hann ætlaði að segja í viðtölum áður en hann fór í þau.
En samt sem áður er gott að einhver skrifi um hann hvort sem það er vel eða illa gert, því að ekki viljum við að þessi maður gleymist ?
Ef þið vilji lesa um hann þá mæli ég með ,,Heavier than heaven" snilldar bók, mjög vönduð og MJÖG nákvæm !!!
Kær kveðja
Nirvana Fan
P.S. Auðvitað var Kurt fallegasti maður sem nokkurtíman hefur verið með sítt hár (hann var miklu sætari með sítt hár en stutt). En hann er nú ekki sá eini sem er sætur með sítt hár ? Ég verð að segja fyrir minn smekk að mér finnst það (yfirleitt) geðveikt flott þegar strákar eru með sítt hár :) (þó ekki síðara en í axlasídd)