Eftirfarandi texti birtist á mbl.is:
„Tveir bandarískir tónlisatarmenn hafa stefnt Britney Spears fyrir lagastuld. Tónlistarmennirnir Michael Cottrill og Lawrence Wnukowski halda því fram að tvö lög á plötu hennar “Oops! … I Did it Again,” séu byggð á laginu “What You See Is What You Get” sem þeir sendu fulltrúum hennar árið 1999.
Cottrill og Wnukowski segja lögin “What U See (Is What U Get)” og “Can't Make You Love Me,” greinilega byggð á lagi sínu en fulltrúar Spears höfnuðu því á sínum tíma. Á plötunni “Oops! … I Did it Again” eru lögin sögð vera eftir nokkra lagasmiði á vegum sænska útgáfufyrirtækisins Cheiron Studios.“
Vonandi er þetta liður í falli Britney veldisins….urrr :)