Seinasta ár var aldeilis gott ár fyrir hinn unga og efnilega leikara Elijah Wood. Honum tókst það sem fáum barnastjörnum hefur tekist, að rífa sig lausan frá barnastjörnuþrældómnum og sannaði það að það býr svo miklu, miklu meira í honum en að vera barnastjarna. Lord of the Rings tríalogían er hans fyrsta skref í átt að glæstri framtíð sem leikari, og ef til vill leikstjóri eða handritshöfundur, en hann hefur líst því yfir að hann hafi mikla ástríðu fyrir kvikmyndalistinni og langi að gera meira en að leika-þó svo að leiklistin eigi auðvitað hug hans allan.
En já, nú er hann kannski official orðin Alþjóðleg súperstjarna og fer einkalíf hans ekki varhluta af því. Hann þykir…ja eða þótti…mjög eftirsóttur piparsveinn og eru milljónir stelpna um allan heim sem myndu gera allt til þess að fá aðeins klukkustund með honum. Hann lýsti því yfir fyrr á árinu að hann hefði orðið hugfanginn af stelpu í Nýja-Sjálandi en verið of mikill auli og týnt símanúmerinu hennar. Hann auglýsti m.a. eftir henni í viðtölum því honum langaði að hitta hana aftur. En nú hefur hann gleymt henni og er byrjaður að deita mótleikkonu sína í nýjustu mynd hans. Hin heppna er enginn önnur en hin svala Franka Pottier (held ég) sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í meistaramyndinni Run Lola Run. Hún er 27 ára og hann 21 árs en þau setja aldursmuninn ekkert fyrir sig og eru byrjuð að láta sjá sig opinberlega saman.
En nú má spyrja, hver er eiginlega tilgangurinn með þessari grein? Er ekki öllum sama um hvað einhver Hobbiti gerir í frítímum sínum og með hverri hann eyðir tíma sínum með? Er ekki öllum nákvæmlega sama um hvað stendur í þessari grein…eða hvað? ég veit það ekki, mér finnst gaman að lesa eitthvað tilgangslaust slúður um alla og engan…það drepur tímann þegar maður hefur ekkert að gera eða getur ekki sofnað :)