
“Auðvitað vildi ég vera á forsíðunni” sagði Beckham. “Ég meina, VÁ! Ég er fyrsti karlmaðurinn til að birtast þar. Ég var mjög spenntur að komast í myndatökuna.”
Marie O´Riordan ritstjóri Marie Claire sagði að David Beckham kæmi einn til greina til að vera á forsíðunni.
“Hann hefur eitthvað fyrir allar konur. Hann er faðir, eiginmaður, knattspyrnumaður og fyrirmynd. Beckham er aðal hetjan í heiminum í dag.”