Lopez höfðaði á síðasta ári mál gegn útgáfufyritækinu Death Row Records og Marion,,Suge"Knight, eiganda þess, en málshöfðun gegn þeim var látin niður fala eftir að Knight lýsti því yfir að hvorki hún né fyrirtækið hefðu slíkt myndband undir höndum.
Málarekstri gegn ónefndum aðila var þó haldið áfram þar sem ekki þótti útlokað að slíkt myndband væri í höndum óþekkts aðila sem tengist Knight.
Nú hefur lögfræðingur Lopez hins vegar upplýst að sættir hafi náðst í málinu. Hann hefur þó ekki viljað greina frá því hvað í þeim felist.
HELLO!