Rússneska tennisstjarnan Anna Kournikova þarf að fara að sigra á mótum annars verða launagreiðslur hennar frá íþróttaframleiðandan adidas skornar niður. Anna gerði risasamning upp á 8 milljónir punda fyrir nokkur. Samningurinn kveður þó á um að ef hún vinnur ekki mót í hundrað tilraunum fellur hann úr gildi. Þegar samningurinn var gerður var Anna í 8. sæti heimslistans en er nú í 66. sæti.
“Hún verður að fara leggja harðar að sér og vonandi fer hún að vinna einhver mót,” segir Herbert Hainer, yfirmaður hjá Adidas.
“Hún verður að taka sportinu alvarlegra. ”Anna hefur verið upptekin seinustu vikur með nýja kærastanum sínu, manninum með fegurðarblettinn Enrique Iglesias.
HELLO!