Bruce Willis á afmæli í dag! Fæðingarnafn: Walter Willis
Fæddur árið 1955

Rólegur og svallsamur leikar. Willis skaut sér upp á stjörnuhimininn sem einkaspæjarinn David Addison, í þáttaröðunum Moonlighting á árunum 1985-89.
Meðan hann var að reyna að ná athygli í New York, vann hann sem módel og kom lítillega fram í myndum eins og The First Deadly Sin, áður en hann fékk loksins gott hlutverk í leikritinu Fool For Love árið 1984.

Eftir að hafa unnið Emmy verðlaunin sem sjónvarpsstjarna, lék hann í tveimur Blake Edwards myndum, Blind Date (1987) og Sunset (1988). Hlutverk hans í óvænta smellnuum Die Hard (’88) gerði ímynd hans töffaralegri og gaf náttúrulega af sér myndirnar Die Hard II: Die Harder og Die Hard with a Vengeance. Bruce ljáði líka litla krakkanum í myndinni Look Who’s Talking rödd sína. Svo eftir hana kom þá Look Who’s Talking, Too.

Snemma, eða árið 1989, var Willis byrjaður að sýna hæfileika sína sem fyrrum hermaður í dramamyndinni In Country. Aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru t.d.
Mortal thoughts
Death Becomes Her
Nobody’s Fool
Pulp Fiction – snilld dauðans
12 Monkeys
The Fifth Element
Armageddon
Mercury Rising
Breakfast of Champions

Wilis hefur einni leikið í nokkrum mestu mistökum kvikmyndaframleiðanda á tíunda áratugnum.
Bonfire of the Vanities
Hudson Hawk
Billy Bathgate
The Last Boy Scout
North
Color of Night

Auðvitað má deila um hvort þetta séu allt hörmulegar myndir .. hef reyndar ekki séð þær allar – en er að dæma hér eftir kvikmyndadómum. Reyndar finnst mér persónulega Breakfast of Champions ömurlega leiðinleg mynd – (fyrirgefðu Sunna) en það eru margir sem mótmæla því – svo var ég líka í vondu skapi þegar ég horfði á hana.

Willis var svo vitur að velja að leika í óvænta snilldartryllinum The Sixth Sense á móti tólfæringnum Haley Joel Osment. Tók einnig að sér hlutverk í myndinni The Story of Us sem margir segja hliðstæðu hans eigins lífs. Lék líka í myndinni The Kid sem ég ætla nú ekki að fara að segja neinar skoðanir á því ég yrði barin hvorn veginn sem ég færi… ja kannski ekki “barin” en allavegana fengi ekki að taka þátt í fleiri videokvöldum!:)

En allavegana ég vona að fleiri taki greinina mína til greina og greini hana til betri greina en þeirra greina sem þær voru áðar greindar til..

Bestu greinar,
Halla