Skrifað í dag vegna þess að ég veit ekki hvort ég verð við tölvu
á sunnudag!
Billy Corgan, f. 17.Marz.1967 fyrrum Söngvari, gítarleikari og lagasmiður Smashing Pumpkins (1988-2001) er 35 ára á þessu ári!
William Patrick Corgan JR, er fæddur í Chicago, foreldrar Billy Corgan eldri og Martha Corgan.
Billy á 3 bræður Jessy, Andrew og Ricky!
Billy er að mörgum finns stórskrítinn sérvitringur sem hefur verið frontmaður í Chigaco rokksveitinni Smashing Pumpkins síðan hann og James Iha kyntust árið 1988. Þeir tóku saman með D'arcy bassaleikara og Jimmy Chamberleain trommara og stofnuðu hljómsveitina.
Hljómsveitin og/eða Billy hefur gert um 5 hljómplötur en þeirra
þektust er Melon Collie and the Infinite Sadness. Sem er
tvöfaldur diskur sem kom út árið 1995 og þá fyrst sló hljómsveitin verulega í gegn á heimsmælikvarða!
Ég vil bara minnast hanns á afmælisdegi hanns núna og óska honum hér með til hamingju!
ps. ég hvet aðra Pumpkins/Billy Corgan aðdáendur til að setja sína punkta hér með því þessi grein er víst af eitthvað skornum skamti hjá mér!