Afmælisbarnið Anne Haney
Daginn spaginn

Í dag á t.d. sonur þeirra Victoriu og Davids Beckham afmæli, Brooklyn litli Beckham.

En önnur leikkona átti afmæli í dag. Hún hét Anne Haney og var fædd árið 1934 í Memphis, Tennessee. Henni var gefið nafnið Anne Ryan Thomas en giftist svo John Haney. Hún dó þann 26. maí árið 2001. Hún fékk hjartaáfall.

Hún er líklegast þekktust fyrir leik sinn í Liar Liar, árið 1997. Þar lék hún einkaritara Jims Carreys með glæsibrag.
Einnig hefur hún leikið í myndunum:
Midnight in the Garden of Good and Evil
Star Trek: The Next Generation - Ep. 51 árið 1989
Star Trek: Deep Space Nine - Ep. 8 árið 1993
Changing Habits árið 1996
og loks Psycho árið 1998.

Í öllum myndum hennar lék hún á fimmtugsaldri eða eldri, eftir að hún hafði sent dóttur sína í háskóla og horft á eftir manni sínum í gröfina.

Bráðlega fór hún að birtast í auglýsingum í sjónvarpi.

Hún ákvað þegar dóttir hennar fór í háskóla að reyna sig áfram í leiknum. Hún lék þjónustustúlkuna í “Fallen Angels.” Eftir tvö ár byrjaði hún í The Screen Actors Guild, The American Federation of T.V. og Radio Artists. Hún og eiginmaður hennar höfðu reyndar planað flutning til Suður Kaliforníu eftir að hann kæmist á eftirlaun. Þessi áform breyttust þegar Mr. Haney dó úr lifrasjúkdómi eitthvað um árið 1980.
Anne Haney fór þó ferðina á eigin vegum.
Ekki hafði hún verið þar lengi þegar hún fékk hlutver í “Hopscotch”. Hún fór einnig að leika á sviði t.d. í “Verdigris”.
Aðspurð hvort henni þætti hún hafa byrjað of seint að leika svaraði hún að þetta væri bara ein frábær leið til að eyða síðasta þriðjungi af lífi hennar.

Ótrúlega góð og sannfærandi leikkona með mjög fyndinn andlitssvip svo ekki sé meira sagt. Hafði góð tök á andlitinu;)

Blessuð sé minning hennar.

– Halla