Samt eru nú til nokkrar fjölhæfar konur sem geta bæði leikið og sungið, og má þar t.d. nefna Bette Midler og Cher sem eru aðallega þekktar sem söngkonur, en hafa einnig gert góða hluti í kvikmyndum. Jennifer Lopez er líka dæmi um fjölhæfa konu í þessum efnum. Annars kom Nicole Kidman mér stórlega á óvart nýlega í Moulin Rouge með því að sanna og sýna að hún er alveg prýðisgóð söngkona. Önnur leikkona kom mér þó enn meira á óvart í þessum málum, en sú hefur í þó nokkurn tíma verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði finnst mér hún frábær leikkona og vera gullfalleg með mikla útgeislun. Að hún hefði svona rosalega fallega söngrödd datt mér ekki í hug, en núna undanfarið hefur lag með henni orðið vinsælt. Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um Kate Winslet, en lag hennar “What If” er alveg virkilega fallegt og vel sungið.
Endilega komið með fleiri dæmi um leikkonur/söngkonur og hvað ykkur finnst um hæfileika þeirra (megið alveg kommentera á kk líka).
Kveðja,