Ali Larter .. eða Alison Gertrude Larter..
.. var fædd 28. febrúar, 1979 á Cherry Hill, New Jersey. Hún er sem sagt 26 ára í dag.
Hún byrjaði frama sinn sem módel og var “uppgötvuð”, í nóvember ‘96 þegar hún tók að sér að vera “it girl”, í Esquire Magazines. Fólk var orðlaust vegna fegurðar þessarar dularfullu stúlku sem það hafði aldrei heyrt um.
Bráðlega eftir það tók Ali að sér hlutver í nýrri mynd, þar sem hún myndi vinna með einni heitri stjörnu, James Van Der Beek. Ali er oft minnt á þann fræga eftirrét, þeytta rjóma bikiníið, sem Ali gerði svo frægt.
Næst, eftir að hafa birst í nokkrum sjónvarpsþáttaröðum (þ.á.m. Dawson’s Creek og Just Shoot Me) lék Ali rauðhærðan uppreisnarsegg,
andstæðu Melissu Joan Hart í myndinni Drive Me Crazy.
Skipti um stefnu þegar hún lék í endurgerð gamallar hryllingsmyndar - House on Haunted Hill, þar sem hún lék með Taye Diggs, Framke Janssen og Chris Kattan.
Hún hélt svo áfram í hryllingsmyndunum. Í þetta sinn var myndin svolítið ógeðfelldari en margar myndir sem hafa verið gerðar. Hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Devon Sawa (Idle Hands) og Kerr Smith (Dawson's Creek) tók hlutverk ‘Clear River’ í Final Destination. Hún var mikið lofuð fyrir frábæra leikhæfileika sína.
Einnig lék hún í American Outlaws, Legally Blonde , Jay and Silent Bob Strike Back og auðvitað Final Desination 2.