Afmælisbarnið - Justin Berfield Daginn allir saman!:)

Jæja í dag á einn SÆTUR strákur afmæli. Ég held að fáir - fyrir utan gagnkynhneigða stráka - muni vilja deila um það. Hann er mjög sætur - ok að mínu mati.

Hann er fæddur 25. febrúar árið 1986. Sem sagt 16 ára í dag. Hann er líklegast frægastur fyrir leik sinn í geysivinsælu þáttaröðunum Malcolm in the Middle.

Utan leiksviðsins hefur Justin fengið mikið hrós fyrir bæði vit og vöðva. Hann og bróðir hans eru mjög góðir karatemenn (jibbí við eigum eitthvað sameiginlegt!! - þá meina ég að við erum bæði í karate;)) Hann er með rauða beltið í Tang-Soo Do, hann var valinn sá besti í California ríki í kata. Hann hefur unnið margar keppnir innan ríkis síns og utan. Jafnvel alþjóðlegar keppnir.

Þrátt fyrir þennan tíma sem hann notar í karate hefur hann samt sem áður tíma til að synda, hjóla og spila hafnarbolta, handbolta og fótbolta. Eins til að hugsa um dýrin sín, þetta er nú hálfgerður dýragarður hjá honum. Í dýragarðinum eru m.a. ignuana, snákar, rottur, skjaldbökur, kettir, fuglar, hundar, geitur og hestur!! (þetta hlýtur að vera hávaðasamt umhverfi)

Þekktar kvikmyndir sem hann hefur leikið í:
3 Ninjas ‘92
Cowabunga Dad
Hocus Pocus ’93

Þáttaraðir:
The Good Life ‘94
Unhappily Ever After ’95-96
MALCOLM IN THE MIDDLE!

Videomyndir, þ.e.a.s. sem ekki hafa verið í bíó:
The Kid with X-Ray Eyes '99 (aðalhlutverkið)

Gestaleikari í þáttum:
The Boys are Back, Hardball, The Mommies

Tónlistarmyndbönd:
One of a Kind

Auglýsingar: Colgate, McDonalds (haha gaman að hafa það með)

vonandi var þetta nógu skemmtilegt handa ykkur:)
Mér fannst þetta allavegana rosalega skemmtilegt;)

Takk fyrir lesninguna ..
.. Halla