Kæru huganotendur!
Mér fannst það viðeigandi að bæta við einu öðru afmælisbarni .. Kristin Davis - hún leikur Charlotte York í hinum geysivinsælu þáttum ‘Sex and the City’ frábærir þættir og hún leikur mjög vel. Í dag er hún 37 ára.
Hún flutti til Columbia, South Carolina, þegar pabbi hennar, prófessor í sálfræði, var færður í háskólann þar. Seinna lærði Kristin í Rutgers University og flutti síðan til New York þar sem hún byrjaði að vinna í leikhúsi og leika í auglýsingum.
Áður en hún byrjaði að leika í ‘Melrose Place’ opnaði hún og vinkona hennar yogastöð. Hún notar ennþá frítíma sinn í yoga og líkamsrækt.
Hún var skrifuð úr Melrose Place árið 1996 eftir aðeins eitt ár. Og það var vegna þess að áhorfendur þáttanna þoldu ekki persónu hennar, Brooke.
Hún er sú eina í þáttaröðunum ‘Sex and the City’ sem hefur ekki verið tilnefnd til Emmy verðlaunanna. Samt sem áður finnst mörgum hún vera hæfileikaríkasta leikkona þáttanna.
Ein fréttin um hana á Netinu var að nýlega horfðist Kristin Davis í augu við stærsta ótta sinn, lofthræðslu. Hún sem sagt stakk sér úr háloftunum í fallhlíf. (Ógeðslega langar mig að gera það!)
Hún hefur fengið martraðir í áraraðir um að detta úr efstu tröppu á stiga.. :-S
Glanstímarit Marie Claire skoraði á hana að falla frjálst úr 10.000 feta hæð, og Kristin féllst á það. Hún sagði að meðan hún var að fljúga þarna niður hafði hún gleymt að opna fallhlífina. Hún sagðist hafa hugsað með sjálfri sér “Ég veit að þetta er mikilvægt. Ég veit ég á að gera eitthvað í 6000 feta hæð.” En hún bara mundi ekki hvað hún átti að gera!!
Sem betur fer, fyrir leikkonuna, mundi kennarinn hennar, sem var á bakinu á henni, eftir því og opnaði fallhlífina;)
Hún segir núna að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem hún hefur gert!
Þakka lesninguna!
- Halla