Afmælisbarn dagsins
Blitz allir saman!

Í dag á engin önnur en DREW BARRYMORE afmæli!

Hún er fædd sama ár og systir mín og er því 27 ára í dag. Fædd árið 1975 í Los Angeles.
Hún féll í miðskóla (high school)!! Þannig að ekki fara að halda að hún sé einhver haus;)

Smá um tengsli hennar: Pabbi hennar: John Drew Barrymore, jr. (egóistinn - best að skíra bara dótturina nákvæmlega sínu nafni - kannski sleppa John svo hún verði ekki lögð í einelti); afabróðir: Lionel Barrymore; afi: John Barrymore, sr;
GUÐFAÐIR: STEVEN SPIELBERG!:) Fyrrverandi eiginmaður: Jeremy Thomas.
NúVERanDi eiginmaður: Enginn annar en viðbjóðurinn sjálfur - Tom Green:)

Ekkert skrýtið að hún hafi orðið fræg því eins og sjá má er Barrymore fjöskyldan mjög þekkt og merk í Hollywood. Hún byrjaði að leika þegar hún var ELLEFU MÁNAÐA! Þá reyndar í auglýsingu.. Þegar hún var sjö ára lék hún svo í E.T. Slæma hliðin á barnæsku hennar var þegar hún féll úr skóla 14 ára og gaf út sjálfsævisögu sína (sem hún hjálpaði við að skrifa), “The Little Girl Lost” (1990). Hún drakk þegar hún var níu ára, reykti dóp tíu ára, og tók inn kókaín tólf ára. Þetta var það helsta á niðurleið þessarar ungu stúlku.

Eftir langa leiktíð í lítt þekktum kvikmyndum, lék Drew siðblint táningstálkvendi í myndinni Poison Ivy (1992). Hlutverkið kom henni aftur á ról.

Það var gallabuxnaauglýsing sem beindi sviðsljósinu að henni á ný. Barrymore virtist ganga betur í myndum eins og The Amy FIsher Story (1993), Gun Crazy (1992) og Malibu Road (1992) heldur en í týpískum Hollywood-myndum eins og Bad Girls (1994), Boys on the Side (1995) og Mad Love (1995)

Tæpum tveimur mánuðum eftir brúðkaup hennar, sem var í mars 1994 (þar sem hún giftist bareiganda í L.A.), skildi Drew við karlinn. Síðar hóf hún e-s konar samband við gítarleikarann Eric Erlandson, sem samdi lögin sem hún svo söng í mörgum spjallþáttum sem hún kom fram í.

Allir hljóta nú að muna eftir henni úr myndinni ‘The Wedding Singer’. Frábær frammistaða þar. Og náttúrulega Charlie's Angel - frekar umdeild mynd (þá er ég að tala um umdeild hvort hún sé slæm eða góð). Persónulega fannst mér hún góð á meðan ég horfði á hana en eftir á - þvílíkt bull!:)

En sem sagt hún hefur ekki átt eins góða ævi og margir halda.

Takk fyrir lesninguna!

~Halla