Það er mjög einfalt: Fallega fólkið er ekki eins og við hin og ÞESS vegna tökum við eftir því. Það nennir enginn að spá í þessu venjulega fólki því það er endalaust til af því.
Tökum dæmi: Ef þú ert með hóp að kettlingum og þú átt að taka einn að þér og ala hann upp. Þú veist ekkert hvernig neinn þeirra mun verða, þægur, óþægur eða neitt. Þeir eru allir mjög svipaðir nema einn. Hann er fallegri en hinir. Það eru yfirgnæfandi líkur á að þú tækir þennan fallega -en engin séstök átæða, hann er bara fallegri.
Svona hugsa líka kallarnir sem velja konur og hljómsveitr og allt. Þetta er allt eitthvað óþekkt fólk og það er þeirra að velja hverjir fá tækifæri. Hvað helduru að þeir geri? Auðvita velja þeir bara fallega fólkið. Ef það hefur ekki hæfileika, þá er þeim bara hent út. Ef þau hafa hæfileika, þá er kallinn heppinn. Hann hefur þá manneskju með hæfileika OG útlit. En ef hann veldi bara einhverja og einhverja gæti hann saðið uppi með ljótan kall sem kann að syngja. Það er bara einn af tvemur kostum.
Ef þú værir að fara á mynd og værir að velja, og þú hefðir tvo möguleika: Hasarmynd með venjulegri þriggja barna móður sem er með lafandi brjóst og poka undir augunum, eða drama með Angelinu Jolie? Það er enginn vafi á því að lang flestir myndu velja dramamyndina, af því að konan er fallegri, þó svo að myndin er leiðinlegri.
Svona kemst bara fallega fólkið áfram. Svo er manneskjan þannig að hún reynir alltaf að vera betri og meir, flottari og gáfaðri. Það er svosem ekkert slæmt að bæta sig, en margar konur reyna að vera fallegri og frægari en allar hinar með því að vera aðeins mjórri og með aðeins stærri brjóst. Þannig hefur þetta þróast og því verður ekki breitt með einhverju væli. Það er verið að reyna að breita ýnind fegurðarinnar, en það genur hægt, því þetta er enn svo vinsæt að vera mjór og með mikið meik. Umboðsmenn sækja í það sem markaðurinn kaupir, og markaðurinn vill líkjast því sem umbarnir vilja. Þetta er vítahringur.
Svo vil ég líka tala um það að fólk gagnrínir oft hve stelpur reyni mikið að líkjast þessu fólki.
Útlitið hjá mér er ekki uppá marga fiska. Ég á aldrei fyrir því að fara í ljós, líkamsrækt eða að kaupa flott föt. Því er ég mjög ljótur. Ég er þannig að ALLAR stelpur sem ég þekki geta ekki hugsað sér að ver með mér af því að ég er of ljótur fyrir þær. Jafnvel margar sem fullyrða að þær sjái bara innri mann og að útlitið skift engu máli, þær guggna á því þegar á það reynir. Þótt þær segi fyrst að ég sé ekki þeirra týpa eða eitthvað þá held ég áfram að spurja þær og tek þetta ekki sem svar. Þá enda þær með því að segja mér að ég sé of ljótur fyrir þær. Þannig er fólk bara. Útlitið skiftir alltaf einhverju máli, og öllu fyrir suma.
Þess vegna eru svo margar stelpur sem eignast ekki kærasta útaf útlitinu og líður illa. Þær vilja náttúrulega breita sér og hvernig eiga þær þá að vera öðruvísi en þessar konur eins og Britney Spears ef strákarnir líta bara á þannig stelpur? Og hvernig eiga strákarnir að geta horft á einhverjar aðrar ef þessar eru þær einu á markaðnum? Þetta er vítahringur.
Persónulega finnst mér skárra að herma eftri þessu fólki en að vera svona ljótur og vera aldrei með stelpu. Það er ekki stórt gjald finnst mér að vera mjórri eða eitthvað til að fá athygli hins kynsins.
Beauty Is Pain, eins og einhver sagði…
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”