Ég er komin með æði fyrir “it's raining man” það er svo rosalega gaman að syngja það, svo mér datt í hug að skrifa um Geri… (ég fann þetta allt inn á netinu, ég er ekki að vita svona mikið um þessa konu!!! ;))
Nafn: Geraldine Estelle Halliwell
Nickname: Ginger Spice á meðan hún var í spice girls, en núna er hún þekktust undir nafninu Geri
Störf áður fyrr: Club dancer, og vann á sjónvarpsstöð.
afmælisdagur: 6.ágúst 1972
stjörnumerki: Ljón
Hæð: 5’2“ ég held að það sé um 160 cm
Háralitur: Rauður (nýlega þó ljós)
Augnlitur: Blár
Líkar við: Elvis, Stevie Jackson, ABBA, Malcom X, Margaret Thatcher, og að lesa.
Líkar ekki: bílslys, fólk sem gerir grín að henni og strákar sem halda að þeir geti farið illa með konur.
Best þekkt fyrir: gat í naflanum, konurkrafts yfirlýsingar, rautt hár, og fortíðar fyrirsætu störf…
uppáhaldslitur: bleikur
Geri kom fyrst fram í tyrkneskum sjónvarpsþætti sem ”glamúrstúlka".
Hana hefur alltaf langað til að vera í sviðsljósinu og draumurinn hennar rættist þegar kryddstúlkurnar ætluðu allt vitlaust að gera bæði í Bretlandi og Ameríku. Geri var alltaf álitin sem leiðtogi kryddstúlknanna þar sem hún var ófeimin að minna á stúlknakraftinn
(Girl Power). Því miður sá ein í hópnum hana ekki í sama ljósi og aðrir og öfundsýkin fór að láta á sér kræla. Sú heitir Mel G eða C, what ever (fylgist ekki með þessu) svo Geri hætti og tók sér smá frí til að safna kröftum (og grennast). Hún komst aftur í sviðsljósið í fimmtugs afmæli Karls bretaprins og söng fyrir hann Afmælissönginn, líkt og Marilyn Monroe gerði forðum fyrir Kennedy heitinn. Hún var nokkuð í sviðsljósinu eftir það, en það tengdist þó ekki tónlist heldur ákvað hún að hjálpa til við að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Hún fór að tala mjög opinskátt um líkama og sál frá eigin reynslu. Á milli þess eyddi hún miklum tíma með George Michael og samdi lög með sólóferil í huga.
Loks gaf hún út sólóplötuna sína, Look at me. Sú plata lenti í 2 sæti á breska vinsældarlistanum og var spilaður með ólíkindum í útvarpi. Næsta plata hennar lenti í fyrsta sæti sem staðfesti það að hún er að klífa stiga velgengninar alein.