James Dean eða James Byron Dean eins og hann heitir fullu nafni fæddist í Marion, Indíana þann 8 febrúar árið 1931. Foreldrar James voru Winton og Mildred Wilson Dean. Þegar James var 6 ára skipti faðir hans um starfsvettvang, sökum þess þurfti fjölskyldan að flyta til Santa Monica Í Kaliforníu. James var mjög náinn móður sinni. Fólk sagði að hún væri sú eina sem væri fær um það að skilja hann og þegar móðir hans dó árið 1940 úr krabbameini tók það mikið á James. Faðir hans taldi sig ekki færan um að sjá um hann og sendi hann til þess að búa hjá systur sinni og manninum hennar. Geðsveiflur James jukust og alla tíð reyndi hann að finna þennan skilning í samböndum sínum við hitt kynið.
Þegar James fór í menntaskóla myndaði hann sterk vinatengsl við prest. Segja má að presturinn hafi að miklu leyti mótað James og vakið hjá honum áhuga fyrir leiklistinni ásamt mörgu öðru. Þessi vinskapur entist í mörg ár.
Eftir að James útskrifaðist flutti hann aftur til Santa Monica með hundinum sínum Maxx til þess að búa hjá föður sínum og stjúpmóður. Í fyrstu fór hann í lögfræðina, en lét svo flytja sig um skóla og fór að læra leiklist. En árið 1951 hætti hann í skóla til þess að halda áfram með leiklistarferilinn.
Hann flutti til Hollywood og gekk eitthvað erfiðlega í fyrstu eins og oft gerist að fá hlutverk. Lék í einhverjum smáhlutverkum í auglýsingum og aukaleikari í þáttum. Það var ekki fyrr en árið 1955 þegar hann landaði hlutverki í mynd Elia Kazan, East of Eden sem ferillinn hans fór fyrst á flug, en einmitt fyrir það hlutverk var hann tilnefndur til verðlauna. Eftir það lék hann hlutverk í mynd Nicholas Ray, Rebel Without a Cause og hóf tökur á myndinni Giant, en það varð hans síðasta hlutverk því í september árið 1955 lést James í bílslysi.
Þann 30. September árið 1955 tók James Dean þátt á kappakstri en það var ásamt mörgu öðru hans helsta áhugamál. Hann var að prufukeyra bílinn til þess að fá meiri tilfinningu fyrir honum þegar hann sér bíl koma beint á móti sér. Þeir skella saman nef í nef og James er úrskurðaður látinn þegar hann er kominn á spítalann. Síðasta setning James var “That guy's gotta stop… He'll see us.”
Margt við dauða James er vægast sagt skrítið. Hann deyr en náunginn í hinum bílnum endar með brotinn kjálka og smávægis meiðsl. Auk þess vilja margir halda því fram að þetta hafi verið bílnum hans að kenna. BMW gerði meðal annars auglýsingu sem aldrei var formlega birt þar sem þeir sögðu að ef hann hefði verið á bíl frá þeim hefði hann ekki dáið. Einkar smekklegt.
Besti vinur James, William Bast, sagði eftir dauða hans að James hefði verið með geðhvarfasýki , en stuttu áður en hann lést gaf hann kettlinginn sinn Marcus og sagði að það væri alveg eins gott að gefa hann þar sem að það geti vel verið að einhvern daginn kæmi hann ekki heim.
Minnisvarði var reistur James til heiðurs og lét William m.a. grafa uppáhaldssetningu James í varðann. “What is essential is invisible to the eye.” Margir héldu því fram að James og William hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Eftir margra ára afneitun gaf William út bók þar sem hann segir frá öllum sannleiknum um þá tvo og einnig önnur sambönd sem James átti með öðrum mönnum. Þrátt fyrir þessar uppljóstranir voru oft efasemdir á lofti því hann sást oftar en ekki með kvenmönnum og var talinn mikið kvennagull. En William hélt því fram í fyrrnefndri bók að þetta væru allt bara brellur til þess að fá meiri athygli. En eins og með margt annað fáum við aldrei að vita hvað í rauninni var í gangi og hver er að ljúga.
Bíllinn sem James var að keyra þegar hann lést er orðinn frægur fyrir það að hafa bölvun á sér. Því hann drap ekki bara James heldur hefur hann skaðað marga aðra eftir lát James. Bíllinn eða “Little Bastard“ eins og hann er kallaður var seldur til George Barris eftir dauða James, þar rann hann af bílnum sem var að flytja hann og braut fótlegg á bifvélavirkja, fljótlega eftir það seldi George vélina og aðra varahluti sem voru síðar settir í kappakstursbíl sem drap ökumann sinn þegar hann missti stjórn á bílnum og endaði út í vegarkant. George seldi einnig framdekkinn sem enduðu á því að springa sem olli því að bíllinn lenti utan vegar. Síðar reyndu tveir þjófar að stela stýrinu í bílnum en það fór út um þúfur þegar handleggur annars hreinlega opnaðist þegar hann rak sig í málm sem var í bílnum, og síðast en ekki síst slasaði annar þjófur sig í bílnum þegar hann reyndi að stela framsætinu. Eftir þetta fékk George nóg og ætlaði að losa sig við bílinn en lét sannfæra sig í það að lána California Highway Patrol bílinn fyrir forvarnir. En það fór ekki betur en svo að fyrsti skúrinn sem bíllinn var geymdur í brann til kaldra kola á meðan bíllinn stóð þarna ennþá, nánast óskemmdur, eftir það braut hann mjöðm ungs skólastráks, og þegar það var verið að flytja hann í eitt skiptið missti ökumaður trukksins stjórn á bílnum, en hann var viðbragðsfljótur og stekkur út um gluggann til þess að bjarga sér, en það dugði lítið því “Little Bastard“ drepur hann með því að lenda ofan á honum. Og þegar honum var svo loksins skilað árið 1960 hvarf hann og hefur ekki sést síðan.
James Dean er einn af áhugaverðari leikurum sem ég veit um. Ég hef séð mynd hans Rebel Without a Cause og líkaði mér hún. Það er langt síðan ég byrjaði að spá í James Dean, á m.a. nokkrar myndir af honum hangandi upp á vegg. Hann er agalegur töffari.
Held að ég segi þetta bara gott um James Dean í bili. Vona að þið hafið nennt að lesa þessa langloku.
Fyrirfram þakkir
ikea