Ég er núna búin að sjá allar þrjár myndirnar, High school 1&2 og Hairspray.
Ég ætla að fjalla um leikinn hjá Zac Efron í High school musical 2 og Hairspray..með öðrum orðum að bera leik hans saman.
Njótið;)
——————————————————————————-

Zac Efron leikur Troy Bolton í High school musical en Link Larkin í Hairspray.
Í báðum myndunum verður hann hrifinn af eiginlega hlutlausum stúlkum.
Í HSM kynnist hann Gabriellu þegar þau eru bæði í einhverju partýi.
En í Hairspray sér hann fyrst ekki Tracy Turnbal (sem er stúlkan sem hann verður hrifinn af) en þegar hún athugar hvort hún geti verið með í þætti sem eiginlega öll myndin er um..kemst hún ekki inn en seinna í eftirsetu sér hann hvað hún er góður dansari og býður henni á ball.
Og verður þaðan hrifinn af henni.

Hann nær bæði nútímaleiknum og gamla-leiknum vel. Og er aldrei eins nema þegar hann setur upp “Hvað á ég nú að gera” svipinn.
Hann setur hann upp í..
Hairspray;
Þegar hann þarf að tilkynna Tracy að hann vill ekki taka áhættuna á því að fara í Negragönguna..en það var mótmælenda-ganga því að þátturinn (sem næstum öll myndin er um) var búinn að hætta með negradaginn sem var einu sinni i mánuði.
HSM2:
Þegar Gabriella fer að syngja að hún verði að hugsa um sjálfa sig og fara sína eigin leið.
Þegar hún er búin að fara inn í búningsklefann og komin að brúnni kemur hann hlaupandi og byrjar að syngja og setur því upp þennan svip.

Í báðum myndunum eru stelpur sem eru hrifnar af Troy/Link en það eru Sharpay í HSM en Amanda í Hairspray.
Í HSM er það Shapray sem er að eltast við Zac en Amanda er með Zac/Link í Hairspray.
Enda þegar hann fer að verða hrifinn af Tracy fer hann að ýta Amöndu frá sér.

Margir segja að einhver hjálpi Zac að syngja í HSM en hann syngur einn í Hairspray.
Ég prufaði að bera þær saman en MÉR finnst söngurinn ,mjög svipaður.
En fólk hefur sínar skoðanir.
Reyndar finnst MÉR líka skemmtilegari lög í HSM 2.
Maður heyrir ekkert mikið í lögunum sem að Zac syngur í Hairspray nema kannski love-lagið en þá syngja næstum því allir. Svo ekki verður mikið um sönginn hans þar.
En i Hsm er líka meira um svona saman-söng..eða þegar Troy og Gabriella syngja saman.

En með þessu er ég að segja að mér finnst myndirnar mjög svipaðar þótt að þær séu frá sitt hvorum tímanum.
En leikurinn hjá Zac mjög ólíkur..nema þarna “hvað á ég að gera” svipirnir.

Leikarar..
Í HSM 2:
Zac Efron-Troy Bolton yfirliði í körfubolta
Vanessa Hudgens-Gabriella yfirliði í heilaliðinu
Ashley Tisdale-Sharpay ríka, vinsæla og dekraða gellan
Lucas Brabeel-Ryan bróðir Sharpay
Corbin Bleu-Chad besti vinur Troy
Monique Coleman-Taylor besta vinkona Gabriellu

Í Hairspray
Nikki Blonsky-Tracy Turnblad
Zac Efron-Link Larkin
Michelle Pfeiffer-sviðsstjóri?
Amanda Bynes-Penny
Jhon Travolta-móðir Tracy-ar?
Qeen Ltifah-Maybelle Mótormunns


Þá er minni grein lokið..en ég vona að ykkur hafi notið þess að lesa hana.
Og ef ykkur líkar ekki Zac Efron..er mér alveg sama..þið þurfið ekki að láta vita af því.
En ég lagði mig fram við þessa grein svo ég vona að fólk fari ekki að fara að gefa nein skítaköst:)
Takk fyrir mig=)
P.s. hér eru 2 myndir sem eru líkar “hvað á ég að gera” svipnum
http://weblogs.variety.com/photos/uncategorized/2007/08/22/hsmadult.jpg
http://www.monstersandcritics.de/downloads/downloads/articles/24648/article_images/image8_1188036708.jpg
;)