Eminem kærður fyrir lagið Brain Damage
Maður sem Eminim sakar um að hafa lagt sig í einelti í skóla hefur nú ákært rapparann fyrir að eyðileggja mannorð sitt. DeAngelo Bailey fer fram á eina milljón dollara í skaðabætur og heldur því fram að texti Slim Shady hafi einnig eyðilagt möguleika hans á frama í tónlistabransanum sem hann mun að sögn hafa mikinn áhuga á. Hann neitar því alfarið að hafa lagt Eminem í einelti á meðan þeir voru saman í skóla í Detroit. Í laginu hans Eminems, Brain Damage er aðal fanturinn að hrinda honum á pissuskálar og ýta honum inn í skápa á meðan hann reynir að kirkja hann. Bailey er fanturinn. Það brot af textanum sem fer mest fyrir brjóstið á Bailey er þetta. “I was harassed daily by this fat kid named DeAngelo Bailey. An eighth-grader who acted obnoxious, cause his father boxes. So every day he’d shove me into the lockers." Móðir Eminems kærði skólayfirvöld í Detroit árið 1982 vegna þess að sonur hennar var með stöðugan höfuðverk eftir barsmíðar í skólanum, honum svimaði og hagaði sér einkennilega. Kærunni var vísað frá. Lögmaður Eminems, Peter Peacock segir að þetta sé bara enn ein málsóknin þar sem reynt er að ná peningum af skjólstæðingi sínum á fölskum forsemdum.