Að vera eða að vera ekki.......fallegur !
Ég hef oft verið að hugsa um hvernig það væri ef maður bæri saman fallega “tippical” söngkonu eða leikkonu og svo einhverja venjulega náttúrulega manneskju sem er ekki alltaf stífmáluð þannig að ekkert sést í alvöru manneskjuna!!! Hver myndi vera munurinn í sambandi við athygli bara ef sýnt yrði myndband eða brot úr mynd…..ég held að allir viti svarið!!!!!En pældu í hvernig samfélagið er þá, af hverju er bara tekið eftir fallega fólkinu…….ég meina það er miklu miklu meira til af venjulegu eða meira að segja ófríðu fólki í heiminum heldur en nokkurn tíma einhverju aljörlega “perfect” goðum sem eru varla til í veruleikanum!!!! Í gamla daga var t.d. talið fallegt að vera með slatta af fitu utnaá beinunum, það var talið merki um hraustleika og fólki fannst það fallegt…..karlmenn litu ekki við hormjóum renglum þá!!!! Núna er allt gegnsósa ef fordómum útí fólk sem hefur e-ð utaná beinunum, hvernig varð samfélagið svona???? Hver var það sem breytti heiminum til hins verra þar sem fordómar og ósanngirni ráða yfir öllu og skilja eftir sig för sem hverfa aldrei……..Það er bara einfaldlega búið að troða þeirri ímynd inní hausinn á fólki, að fólk sem er fyrir utan þessa steríótýpu (Þ.e.a.s. að fólk sé eins og það sé klippt útúr bíómynd…..stífmálað, búið að klessa óní allar hrukkurnar og nákvæmlega EKKERT raunverulegt við það) sé bara úrhrak og það er ekki litið við því. Tökum sem dæmi offitusjúklinga; oft á tíðum er þetta hlutur sem fólk ræður ekki við….það hefur ekki nægann sjálfsaga til að gera e-ð í málinu og ekki batnar sjálfsálitið við mismununina og fordómana í heiminum!!Svo þegar þyngdin er komin uppí það mikið eð það getur talist offita er hægara sagt en gert að ná því af sér…….stundum eru svona hlutir arfgengir og þar sem þetta byrjar oft snemma í æsku hefur mataræði á heimilinu MIKIÐ að segja!! Þar éta krakkarnir bara það sem er á boðstólnum og ekkert með það!!!!! Svo er ég ekkert viss um að það að krakkar eigi sér mikið af fyrirmyndum sé allt of gott…..að minnsta kosti ekki miðað við hvernig þessar blessuðu fyrirmyndir eru núna!! Aumingja krakkarnir enda auðvitað með því að bera sig saman við þetta “FAKE” fólk sem leiðir til óheilbrigðs lífernis!!!! T.d. í sambandi við megrunarsjúkdóma eins og Anorexiu og búlemíu, upptökin af því leynast einmitt í fyrirmyndum sem fólk ber sig saman við…….þetta er ekki lengra í burtu en í næsta húsi ef maður pælir í því!!!! Ég segi bara Guð hjálpi heiminum…..hann er að éta sig upp ínnan frá með fordómum og ósanngirni, einum helstu en samt hættulegustu einkennum mannsins!!!!!