Timothy Dalton Timothy Dalton fæddist í bænum Colwyn Bay í Wales þann 21 Mars 1944. Þó hann sé fæddur í Wales er hann af breskum, ítölskum og írskum ættum, en móðir hans fæddist í Bronx í New York. Hann ólst upp í Manchester á Englandi þar sem afar hans voru í sýningarbransanum. Eftir að hann hætti í skóla gekk hann til liðs við National Youth Theatre í þrjú sumur og lærði svo leiklist við the Royal Academy of Dramatic Art í 2 ár. Hann gekk svo til liðs við the Birmingham Repertory Theatre 1966 þar sem hann lék mörg aðalhlutverk. Stóra tækifæri Dalton kom 1968 þegar hann lék Frakklands- konung í sinni fyrstu mynd, The Lion in Winter þar sem hann lék með Peter O'Toole, Katharine Hepburn og Anthony Hopkins. Hann steig svo alveg ofan í leikaraskóna þegar hann fékk hlutverk í þættinum Wuthering Heights. Hann hefur gert
margar myndir, en þó skipt tíma sínum jafnt í leikhúsin, kvikmyndahúsin og sjónvarpið. Hann hefur leikið hlutverk allt frá Shakespeare til Charlie's Angels. Hann tók þátt í 007 myndunum í Ágúst 1986 þegar Pierce Brosnan gat ekki slitið sjónvarpssamningi sínum á elleftu stundu. Dalton lék Bond tvisvar, í The Living Daylights og Liecence To Kill. Hann gaf Bond meira svona “rough” útlit heldur en Moore hafði verið. Í apríl 1994 sagði Dalton sig endanlega úr hlutverki Bond, og eftir það tók Brosnan við hlutverki Bond. Dalton tók að sér fleiri hlutverk sem aðrir höfðu gert fræg, og hefur hann fetað í fótspor Clark Gable sem Rhett Butler í framhaldi Gone With The Wind, í sjónvarpsþáttunum Scarlett sem hann lék við mismunandi undirtektir. Upp á síðkastið hefur hann aðallega leikið í myndum gerðum fyrir sjónvarp. Hann eignaðist soninn Alexander með kærustu sinni, úkraínska módelinu, Oksanu Grigorievu þann 7 ágúst 1997.

Leikferill:
1. Possessed (2000)
2. Passion's Way (1999) (TV) …. Darrow
3. Made Men (1999) …. Sheriff Dex Drier
4. “Cleopatra” (1999) (mini) TV Series …. Julius Caesar
5. Beautician and the Beast, The (1997) …. Boris Pochenko
6. Informant, The (1997) …. D.C.I. Rennie
7. Reef, The (1997) …. George Darrow
8. Salt Water Moose (1996) …. Lester Parnell
9. “Scarlett” (1994) (mini) TV Series …. Rhett Butler
10. Lie Down with Lions (1994) (TV) …. Jack Carver
11. Naked in New York (1994) …. Elliot Price
12. Framed (1993) (TV) …. Eddie Myers
13. Rocketeer, The (1991) …. Neville Sinclair
14. Putain du roi, La (1990) …. King Vittorio Amadeo
15. Brenda Starr (1989) …. Basil St. John
16. Licence to Kill (1989) …. James Bond
17. Hawks (1989) …. Bancroft
18. Tragedy of Antony & Cleopatra, The (1989) (V) …. Marc Antony
19. Living Daylights, The (1987) …. James Bond
20. “Sins” (1986) (mini) TV Series …. Edmund Junot
21. Doctor and the Devils, The (1985) …. Doctor Thomas Rock
22. Florence Nightingale (1985) (TV) …. Richard Milnes
23. Master of Ballantrae, The (1984) (TV) …. Col. Francis Burke
24. “Mistral's Daughter” (1984) (mini) TV Series …. Perry Kilkullen
25. Emperor's New Clothes, The (1984) (TV) (voice)
26. “Jane Eyre” (1983) (mini) TV Series …. Edward Fairfax Rochester
27. Antony and Cleopatra (1983) …. Antony
28. Chanel Solitaire (1981) …. Boy Capel
29. Flash Gordon (1980) …. Prince Barin
30. Agatha (1979) …. Colonel Archibald Christie
31. Flame Is Love, The (1979) (TV) …. Marquis de Guaita
32. “Centennial” (1978) (mini) TV Series …. Oliver Seccombe
33. Hombre que supo amar, El (1978)
34. Sextette (1978) …. Sir Michael Barrington
35. Permission to Kill (1975) …. Charles Lord
36. Mary, Queen of Scots (1971) …. Lord Henry Darnley
37. Five Finger Exercise (1970) (TV)
38. Cromwell (1970) …. Prince Rupert
39. Giochi particolari (1970) …. Mark
40. Wuthering Heights (1970) …. Heathcliff
41. Lion in Winter, The (1968) …. Philip II
42. “Sat'day While Sunday” (1966) TV Series …. Peter
Bond Myndir:
1. The Living Daylights 1987
2. Liecence To Kill 1989