Sean Connery Sean Connery, fæddur sem Thomas Connery í Fountainbridge á Skotlandi þann 25 Ágúst, 1930. Connery er sonur vörubílstjóra og því er bakgrunnur hans mjög frábrugðinn þeim sem hann er yfirleitt í bíómyndunum. Eftir að Connery hætti í skóla gekk hann í sjóher hennar hátignar en var látinn víkja vegna veikinda. Hann vann mörg störf, þ.á.m. á rannsóknarstofu, lífvörður og sem módel fyrir listmálunarhópa. Það var þó ferill hans sem bodybuilder sem leiddi til þess að hann tók þátt í líkamsræktarkeppni í háskóla í Skotlandi 1953 og varð hann þriðji í þeirri keppni. Þessi keppni leiddi til þess að hann fór að ferðast um með fyrirtæki frá suður kyrrahafi. Hann kom fram í fjöldanum öllum af verkefnum sem fyrirtækiðannaðist og svo kom að því að hann steig sín fyrstu skref á sviði í sjónvarpi
1956. Hann skrifaði undir kvikmyndasamning við MGM 1958 sem leiddi til fjölda hlutverka. Hann var valinn í hlutverk Bonds í Dr.No 1962, fram yfir Gary Grant, Rex Harrison, Trevor Howard, Patrik McGoodham og Roger Moore, jafnvel þó Ian Flemming hafi sagt á þeim tíma "He [Connery] is not exactly what I envisioned as the fictional British agent“. Þrátt fyrir þessi orð Flemmings varð myndin mjög vinsæl, sem leiddi til 3 annara 007 mynda næstu 5 árin. Connery þreyttist fljótt á því að vera þekktur undir nafninu 007 svo hann vildi ekki leika Bond aftur eftir að hafa leikið í You Only Live Twice, og ætlaði hann snúa sér meir að fjölskyldu sinni og golf íþróttinni. Í næstu mynd á eftir lék George Lazenby njósnarann knáa, en Connery var svo látinn snúa aftur sem Bond í Diamonds Are Forever. Í hlutverki sínu í Diamonds Are Forever hætti hann endanlega sem Bond en samþykkti að leika í síðasta skipti í Bond mynd í Never Say Never Again. Connery lék í myndum margra frægra leikstjóra á þessum árum, m.a. Hitchcook, Huston og De Palma. Hann vannóskarsverðlaun fyrir besta aukahlutverkið fyrir leik sinn í myndinni The Untouchables 1987, þar sem hann lék írska löggu. Hann var tilnefndur kynþokkafyllsti maður á lífi 1989. Hann vinnur áfram þó hann sé að glíma við marga háls-sjúkdóma í dag og þrátt fyrir orðróma sem voru á kreiki 1993 um að hann væri dáinn. Hann er ágætis golfari og vann á Lexus Challenge golf keppnina með atvinnumanninum Hale Irwin 1998. Connery var heiðraður 1997 af kvikmynda samfélaginu í Lincoln Center í New York. Connery er tvígiftur. Fyrri konan hans var leikkonan Diane Cilento. Núverandi kona hans heitir Micheline Roqueburne og hafa þau verið gift frá 1975.

Leikferill:
1. Entrapment (1999) …. Robert ‘Mac’ MacDougal
2. Avengers, The (1998) …. Sir August de Wynter
3. Playing by Heart (1998) …. Paul
4. Dragonheart (1996) (voice) …. Draco
5. Rock, The (1996) …. John Patrick Mason
6. First Knight (1995) …. King Arthur
7. Just Cause (1995) …. Paul Armstrong
8. Good Man in Africa, A (1994) …. Dr. Alex Murray
9. Rising Sun (1993) …. John Connor
10. Medicine Man (1992) …. Dr. Robert Campbell
11. Highlander II: The Quickening (1991) …. Juan Ramirez
12. Robin Hood: Prince of Thieves (1991) (uncredited) …. King Richard
13. Hunt for Red October, The (1990) …. Marko Ramius
14. Russia House, The (1990) …. Bartholomew ”Barley“ Scott Blair
15. Indiana Jones and the Last Crusade (1989) …. Professor Henry Jones
16. Family Business (1989) …. Jessie
17. Memories of Me (1988) …. Himself
18. Presidio, The (1988) …. Lt. Colonel Alan Caldwell
19. Untouchables, The (1987) …. Jim Malone
20. Highlander (1986) …. Ramirez
21. Name der Rose, Der (1986) …. William of Baskerville
22. Never Say Never Again (1983) …. James Bond
23. Wrong Is Right (1982) …. Patrick Hale
24. Five Days One Summer (1982) …. Douglas
25. G'ole! (1982) (voice) …. Commentator
26. Sword of the Valiant (1982) …. The Green Knight
27. Outland (1981) …. O'Niel
28. Time Bandits (1981) …. King Agamemnon
29. Meteor (1979) …. Dr. Paul Bradley
30. First Great Train Robbery, The (1979) …. Edward Pierce
31. Cuba (1979) …. Major Robert Dapes
32. Bridge Too Far, A (1977) …. Major General Urquhart
33. Next Man, The (1976) …. Khalil Abdul-Muhsen
34. Robin and Marian (1976) …. Robin Hood
35. Wind and the Lion, The (1975) …. Mulay el-Raisuli
36. Terrorists, The (1975) …. Nils Tahlvik
37. ”Dream Factory, The" (1975) TV Series …. Himself (interviewee)
38. Man Who Would Be King, The (1975) …. Daniel Dravot
39. Murder on the Orient Express (1974) …. Colonel Arbuthnott
40. Offence, The (1973) …. Detective Sergeant Johnson
41. Zardoz (1973) …. Zed
42. España campo de golf (1972) …. Himself
43. Diamonds Are Forever (1971) …. James Bond
44. Anderson Tapes, The (1971) …. John Anderson
45. Krasnaya palatka (1971) …. Roald Amundsen
46. Molly Maguires, The (1970) …. Jack Kehoe
47. Shalako (1968) …. Shalako
48. You Only Live Twice (1967) …. James Bond
49. Fine Madness, A (1966) …. Samson Shillitoe
50. Un monde nouveau (1966)
51. Thunderball (1965) …. James Bond
52. Hill, The (1965) …. Trooper Joe Roberts
53. Woman of Straw (1964) …. Anthony Richmond
54. Marnie (1964) …. Mark Rutland
55. Goldfinger (1964) …. James Bond
56. From Russia with Love (1963) …. James Bond
57. Dr. No (1962) …. James Bond
58. Longest Day, The (1962) …. Private Flanagan
59. Frightened City, The (1961) …. Paddy Damion
60. Operation Snafu (1961) …. Pedlar Pascoe
61. Darby O'Gill and the Little People (1959) …. Michael McBride
62. Tarzan's Greatest Adventure (1959) …. O'Bannion
63. Another Time, Another Place (1958) …. Mark Trevor
64. Hell Drivers (1957) …. Tom
65. Action of the Tiger (1957) …. Mike
66. No Road Back (1957) …. Spike
67. Time Lock (1957) …. 2nd welder
68. Let's Make Up (1955) (uncredited) …. Extra
Framleiðsluferill:
1. Entrapment (1999)
2. Finding Forrester (1999) (executive)
3. Rock, The (1996) (executive)
4. Just Cause (1995) (executive)
5. Rising Sun (1993) (executive)
6. Medicine Man (1992) (executive)
Bond Myndir:
1. Dr. No 1962
2. From Russia With Love 1963
3. Goldfinger 1964
4. Thunderball 1965
5. You Only Live Twice 1967
6. Diamonds Are Forever 1971