Halló
Mig langar að skrifa um Crispin Glover. Þetta er fyrsta greinin mín á huga og það er tivalið að skrifa um þennan mjög svo undarlega mann. Flestir muna eftir honum úr Back To The Future þar sem hann lék drenginn (manninn) George McFly já já. Þar var hann mjög stressaður.
Nú vildi svo til að ég sá mynd sem hann gerði um daginn sú kallast “What is It?” og er um marga sem hafa DOWNS HEILKENNI! en myndin er þó ekki um það heldur allskyns freúdíska kvilla sem hrjá þennan unga dreng sem aðalpersónan er. Glover sjálfur leikur hið innra sjálf sem að angrar downistann en auk þess fyrirfinnast í haus hans berbrjósta apakvendi, hálf-þroskaheftur maður með standpínu og illkvittinn platsvertingi.
Eftir myndina hitti ég Glover. Hann var klæddur vesti og skyrtu, bindi en jakkann hafði hann tekið af sér enda eflasut sveittur eftir upplestur þar sem hann gólaði á okkur.
Ég sá einhvern gefa honum orígamísnigil. Það eru margir sniglar drepnir í myndinni hans en einn þeirra lifir og öskrar á morðingjann! Hvílíkt öskur. Ég varð svo stressaður! Þegar myndin var búin var spurningum svarað. Pabbi hans var líka þarna - Bruce.
Ég hef líka séð Willard þar sem Crispin leikur mann sem á í andlegu smabandi við rottur. Rottur! Mamma hans er fársjúk og hann er kvalinn í vinnunni. Sú mynd sannar að hann er sá undursamlegasti leikari sem mér dettur í hug. Það gerir myndin Dead Man líka. Hann er sótsvartur þar í lest. Hann er snoðaður í What's Eating Gilbert Grape og gamnar sér að líkum.
Hann sagði mér að hann hefði klárað framhald að myndinni sinni. Til þess notaði hann peninginn sem hann fékk fyrir Charlie's Angels og framhaldið af henni. Hann segir ekki margt í þeim myndum.
Í River's Edge leikur hann ungan og ráðvilltan mann sem þarf að breiða yfir morð. Keanu Reeves er líka í þeirri mynd.
Takk kærlega fyrir mig
Coloncoco