Christine Flores fæddist 26. sepember árið 1981 í New Jersey. Foreldrar hennar eru frá Kúbu en ólu hana og tvær systur hennar upp í Maryland. Christina ákvað að fara út í skemmtiiðnaðinn aðeins 4 ára gömul og reyndi að komast inn í hverja áheyrnaprufu. Fyrsta hlutverkið var Annie í leikritinu Annie Warbucks. Hún flutti seinna til Kaliforníu til að fylgja draumum sínum, og var þar junior blaðamaður fyrir Disney’s Movie Surfers Channel. Hún landaði líka nokkrum hlutverkum í sjónvarpi, Clueless, Sister Sister, Smart Guy, Charmed og m.e.a.s rödd í Bug’s Life. Hún varð þekktari með degi hverjum en það var ekki fyrr en hún söng lagið Between Me and You með Ja Rule sem allir tóku eftir þokka hennar, og vildu vita hver hún væri. Christina er fjölhæfur listamaður, ásamt leik og sönghæfileikum hennar semur hún lög, t.d. samdi hún ásamt öðrum Play með Jennifer Lopez. Fyrsta albúmið hennar, AM to PM, fékk ágæta dóma og hún ákvað að halda áfram. Árið 2004 kom önnur plata hennar, Dip It Low og Say I urðu frægustu smellir hennar. Hún er að fara að gefa út aðra plötu sem verður vonandi jafn góð og hinar  En aftur að kvikmyndaferil hennar, Christina lék eitt af hljómsveitarnördunum í American Pie. Eftir þá mynd lék hún einhver smáhlutverk í smámyndum, The Wood, Kim Possible: Revenge of the Monkey Fist, Def Jam Vendetta og í þáttunum Get Real. En svo lék hún í Love Don’t Cost A Thing og eftir það hlutverk fékk hún stærri hlutverk í stærri myndum, Torque, Man of the House og Be Cool. Pulse er væntanleg á landið, þar leikur Christina eitt af aðalhlutverkum og þessi mynd fær bara nokkuð góða dóma.
.Puntkar
.Gerði porselín dúkkur sér til gamans
.Móðir hennar er núverandi umboðsmaður hennar
.Útskrifaðist frá Westlake High School í Waldorf, Maryland
.Er stór aðdáandi Janet Jackson
Þetta er ekki mín besta grein, og það eru ábyggilega margar villur í þessu hjá mér :S en þið segjið mér það bara ásamt áliti ykkar.