O.K. ég lít stundum í Séð og heyrt en mér þykir pirrandi hvernig það er alltaf sama helvítis gelgjuliðið að klína sér framan á blöðin. Fólk sem lifir fyrir að láta sjá sig þar eða í ,,hverjir voru hvar.“ T.d. hefur Fjölnir verið fastagestur þar síðan sautjánhundruðogsúrkál. Annað er að í myndasamkeppninni er alltaf leiðinlegasta ómerkilegasta og ömurlegasta myndin valin. Og sú staðreynd að Þetta er allt á þessa leið:Dorrit gengur í klæðnaði að jafnvirði hálfu Íslandi, í eldhúsinu hjá Björk. , Ku-Klux-Klan á Íslandi(sem samanstendur af 3 mönnum), Fjölnir og Manda hætt saman (hræðilegt!) og Fjölnir keypti sér tannbursta.


Gæti mér verið minna sama?

Skemmst er að minnast að þegar Díana prinsessa fórst var forsíðufregnin í Se Og Hör: ,,DÍANA PRINSESSA LÁTIN!”


Íslenska forsíðufréttin var: ,,GAUI LITTLI; KOMINN Í FEITT!“
…og Díönufréttin klesst í horninu.

Annars leiðist mér gelgju-choco fíflin sem láta sjá sig á stöðum bara til að þau birtist í slúðurblöðunum. Þið vitið… fólk sem mætir t.d. á djamm eða tónleika, þekkir hvorki hljómsveitina né lag með henni, fílar hana ekki einu sinni, en vil geta sagt: Ég var á Coldplay, Rammstein etc. Til allrar hamingju eru ekki allir svona en þessum meindýrum fer fjölgandi. ,,Hreimur var á Rammstein”, ,,whatshername í Topshop var á Coldplay“… HVAÐ MEÐ ÞAÐ???? Ég var þarna líka og ekki heimta ég að komast í blöðin. En þetta fólk er náttúrulega svo ,,merkilegra betra og fallegra” en við. Skítt með okkur. Erum við ekki bara another brick in the wall?

VALD TIL MEÐALJÓNANNA!!!

Rumputuski
vinur litla mannsins.