Yngri ár.
Reese Witherspoon, eða Laura Jeanne Reese Witherspoon, fæddist í New Orleans. Móðir hennar er hjúkrunarkona og heitir Betty Reese. Faðir hennar er skurðlæknir og heitir John Witherspoon. Faðir hennar var í Bandarískahernum og vann í Wiesbaden í Þýskalandi, og bjó hún þar í fjögur ár þegar hún var lítil. Þegar hún flutti aftur til Bandaríkjanna eyddi hún miklum tíma sem barn og unglingur í Nashville, Tennessee. Hún á eldri bróður sem heitir John í höfuðið á pabba þeirra, hann vinnur sem fasteignasali. Eftir útskrift í stúlknaskólanum Harpeth Hall í Nashville, sótti hún Stanford Háskólann með bókmenntir í aðalgrein. Hún kláraði fyrsta árið í námi, hætti hún til að vinna á leikferli sínum.
Leikferill hennar.
Reese byrjaði leikferil sinn með því að leika í auglýsingum. Hennar fyrsta hlutverk var árið 1991 í sjónvarpsmyndinni Wildflower sem er leikstýrð af Diane Keaton og með aðalhlutverk fara Beau Bridges, William McNamara og Patricia Arquette. Þetta sama ár, 14 ára að aldri, fór hún í áheyrnarpróf fyrir myndina The Man in the Moon sem aukaleikari en í staðin var hún ráðin í aðalhlutverk. Síðan þá hefur hún byggt upp ferilinn sinn, leikandi í gamanmyndum og dramamyndum. Á meðal hlutverka eru Vanessa í Freeway og Tracy Flick í Election. Hún var rödd Gretu Wolfecastle í The Simpsons, í þættinum The Bart Wants What it Wants.
Hún varð fræg og fékk Golden Globe tilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn á lögfræðinemanum Elle í Legally Blond og og varð lögfræðingur í Legally Blond 2 og hún fékk 15 miljónir dollara ávísun fyrir það, sem gerði hana eina af hæst launuðu leikkonum í Hollywood.
Hún fékk jákvæða gagnrýni og verðlaun fyrir leik sinn sem June Carter Cash í Walk the Line. June, sem dó 2003, samþykkti persónulega að Reese myndi leika hana. Reese vann Golden Globe verðlaunin fyrir bestu leikkonu, NYFCC, FFCC, SFFCC verðlaunin sem besta leikkona fyrir þessa mynd. Hún vann BAFTA verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki, “Uppáhalds leikkona í aðalhlutverki” á 23. árlegu People’s Choice Awards, og Akademíu verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki.
Reese stjórar framleiðslu fyrirtæki, Type A Productions. Fyrirtækið er nefnt eftir gælunafninu hennar sem barn, Little Miss Type A.
Einkalíf.
Reese kynntist leikaranum Ryan Phillippe í 21 árs afmæli hennar í Mars árið 1997, þar sem hún sagði við hann “Þú hlýtur að vera afmælisgjöfin mín.” Þau trúlofuðust í Desember árið 1998. Skömmu eftir það léku þau saman í myndinni Cruel Intentions. Þau giftu sig í Charleston í Suður Karólínu, 5. Júní árið 1999. Þau eiga tvö börn saman, dóttur að nafni Ava Elizabeth, fædd 9.September árið 1999 og son að nafni Deacon, fæddur 23. Október árið 2003. Ava er skírð í höfuðið á Ömmu Phillippe, og Deacon í höfuðið á fjarskyldum frænda hans. Reese og Phillippe hafa gert samkomulag að annað þeirra verði alltaf heima hjá börnunum. Reese er þekkt fyrir að vera “Hands-on” móðir og hún og maðurinn hennar segja að þau hafa aldrei verið með barnfóstru í fullu starfi. Fjölskyldan býr í Los Angeles.
Ljósmyndara atvik.
Í september 2005, Þegar Reese og börn hennar voru að halda upp á afmæli dóttur hennar í Disneylandi í Kalaforníu þegar ljósmyndari nálgaðist þau, Todd Wallace. Eftir að Reese neitaði að sitja fyrir á mynd fyrir hann , segir lögreglan að Todd hafi orðið æstur og ýtt barni og slegið annað með myndavélinni sinni til að ná mynd af Reese.
Hann hrinti tveimur starfsmönnum garðarins þegar þeir voru að reyna að stöðva hann, og blótaði Reese, sem varð til þess að nokkurn börn brutust í grát. Hann var ákærður, en áður en málið fór fyrir dóm, fannst Todd látinn í íbúðinni sinni í Brentwood. Lögreglan er að rannsaka dánarorsök.
Myndir sem Reese hefur leikið í.
Ár Mynd Hlutverk Annað
2005 Walk the Line June Carter 6 verðlaun
2005 Just Like Heaven Elizabeth Masterson
2004 Vanity Fair Becky Sharp
2003 Legally Blond 2 Elle Woods
2002 Sweet Home Alabama Melanie Smooter/Carmichael
2002 The Importance of Being Earnest Cecily
2001 Legally Blond Elle Woods 1 tilnefning
2000 American Psycho Evelyn Williams
2000 Little Nicky Holly
1999 Election Tracy Flick 1 tilnefning og 2 verðlaun
1999 Cruel Intentions Annette Hargrove
1998 Pleasantville Jennifer 1 verðlaun
1998 Overnight Delivery Ivy Miller
1996 Freeway Vanessa Lutz
1996 Fear Nicole Walker
1995 S.F.W. Wendy Pfister
1993 Jack the Bear Karen Morris 1 verðlaun
1993 A Far Off Place Nonnie Parker
1991 The Man in the Moon Danielle ‘Dani’ Trant 1 tilnefning