Er það bara ég eða er þetta orðið svoleiðis á Íslandi að hvaða
ruslakarl sem er (nú hef ég ekkert á móti ruslakörlum) getur orðið frægur á íslandi(oftast 15 minutes of fame) með því að gera hluti sem eru ekkert sérstakir. Maður lítur stundum á Séð og heyrt og það er allaf fullt af fólki sem maður hefur aldrey heirt um, dæmi, í einu blaðinu var 3 blaðsíðna viðtal við konu sem varð fimmtug og fór til útlanda, það var nú svoleiðis að vinkonur hennar ákváðu að koma henni á óvart með því að hitta hana þegar hún kom heim. Allavegana voru fullt af myndum af henni og vinkonum hennar og allstaðar stóð “bara í séð og heirt”. Annað sem ég man eftir var maður sem hafði eitthverntíman verið á sama tennis velli og Pamela Anderson, framan á blaðinu stóð “Spilar Tennis með Pamelu Anderson” og mynd af asnalegum karli haldandi á tennis spaða og auðvitað fylgdi með “bara í séð og heirt”. Það hefur líka sannast síðan að Skjár 1 kom að þú þarft ekki að hafa mikla hæfileika til þess að stjórna sjónvarpsþætti (reyndar líka Panorama með Brynju X).
Í Bandaríkjunum er líka nokkuð einfalt að fá glampa af frægðar ljósinu góða. E. T. tildæmis, í öllum þáttunum sem ég hef séð upp á síðkastið hefur verið að tala við konu sem segist vera miðill og segir E.T. hve oft hún hittir eitthverja sem konu sem er tínd, það er nú ekki beint erfitt að komast í þætti eins og Oprah eða Jerry Springer, það þarf bara að vera eitthvað að þér.
Annars er þetta bara röfl í mér.
sbs