Harrison Ford er minn uppáhalds leikari.
Hann fæddist í Chicago í bandaríkjunum þann 13 júlí 1942. Móðir hans var rússneskur gyðingur en faðir hans írskur. Hann byrjaði tæknilega ferilinn sinn í American Grafitti en var ekki frægur fyrr en hann lékk í Star Wars. Besta myndin með honum (að mínu mati) er Raiders of the lost ark. Hann er núverandi hæst launaðasti leikarinn (miðað við vinnutíma) fyrir leik sinn í K-19 The Widowmaker sem kemur út seinna á þessu ári þ.e.a.s 25 milljónir dala fyrir 20 daga í vinnu við gerð myndrinnar.
Harrison Ford gékk ekki mjög vel í skóla, þannig að hann fór í smiðskóla (eða eitthvað svoleiðis) og varð smiður. Hann flýgur líka þyrlu í frítímum sínum. Fyrir stuttu bjargaði hann 13 strák sem var týndur út í skógi þegar hann var á þyrlunni sinni. Líka fyrir ári bjargaði hann veikri stúlku sem var upp á fjallstindi.
Þannig að Harrison Ford er ekki bara hetja á hvíta tjaldninu heldur líka í raunveruleikanum.
Það er skondin saga hvernig hann fékk hlutverkið sitt í Star Wars. Hann var að smíða svið í stúdíóinnu sem Star Wars var tekin. Það vantaði menn í prufur fyrir Han Solo þannig að George Lucas sem var góðvinur Ford bauð honum að koma í prufur og að endanum fékk hann hlutverkið. Örlögin hafa verið góð við Ford. Þetta er án efa einn af vinsælustu leikurum nú til dags en hann verður alltaf uppáhalds leikari minn.
Takk Fyrir
Gullbert