Anjelica Huston fæddist 8. júlí árið 1951, sem dóttir leikarans og leikstjórans, John Huston og rússnesku ballettdansmærarinnar, Ricki Soma. Huston eyddi megninu af æsku sinni á sjó, í Englandi og Írlandi, og hún dýfði tánni fyrst ofan í leiklist árið 1969, með því að taka að sér lítil hlutverk í kvikmyndum föður síns. það sama ár, lést móðir hennar í bílslysi, aðeins 39 ára gömul. Þá sneri Anjelica aftur til Bandaríkjanna, þar sem að hin mjög hávaxna (1.78 m) og einstaklega fallega, unga kona sat fyrir á myndum.
Á meðan Anjelica sat fyrir á myndum, fékk hún fleiri lítil hlutverk, en ákvað, seint á áttunda áratugnum, að einbeita sér að kvikmyndaleik. Hún fór þá í leiklistarskóla, og fékk fleiri hlutverk.
Fyrsta hlutverk hennar sem vakti athygli var í myndinni “The Postman Always Rings The Bell” (1981), sem Jack Nicholson lék líka í. Hún hafði þá búið með honum frá 1973. Samband þeirra endaði árið 1990, þegar Nicholson barnaði Rebeccu Broussard.
Eftir nokkura ára on-again og off-aigain stuðnings vinnu, lét faðir hennar hana leika dóttur mafíósaforingja í myndinni “Prizzi's Honor” (1985), karaketerinn hét Maerose Prizzi, og karakterinn var kona sem varð ástfangin af öðrum mafíósamanni (sem Jack Nicholson lék) sem var þá ástfanginn af annari konu (sem Kathleen Turner lék). Anjelica stóð sig frábærlega, og fékk Óskarsverðlaun fyrir leik (sem “The Best Supporting Actress”) sinn í myndinni, sem gerði hana að fyrstu manneskjunni til að vinna Academy verðlaun, þegar faðir og afi hennar höfðu unnið þau líka. (John Huston hefur fengið Óskarsverðlaun og líka afi hennar, Walter Huston)
Anjelica hélt áfram að leika í frægum myndum frægra leikstjóra, þar á meðal “Coppola's Garden of Stone” (1987), “The Addams family” (1991), “The Addams family values” (1993), “The Royal Tenenbaums” (2001) og “The Life Aquatic with Steve Zissou” (2004).
Hennar langbesta frammistaða í kvikmynd, var líklega sem “Lilly” í myndinni “The Grifters” (1990), sem færði henni aðra Óskarsverðlauna tilnefningu, í þetta skipti sem besta leikkonan.
Mín uppáhalds frammistaða hennar í kvikmynd er hlutverk Anjelicu í lokamynd föður hennar; “The Dead” (1987)–þar sem að hún bjó í mörg ár í Írlandi, var írski hreimurinn hennar óaðfinnanlegur. Anjelica hefði átt að fá Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu hennar, en hún fékk ekki einu sinni tilnefningu.
Með hæð föður síns og opinskáleika hans, og fegurð móður hennar í arf og einstækum hæfileikum hefur Anjelica Huston sannarlega náð langt, og sannað það að hún er ekki í skugga föður síns, sem lést árið 1987. Huston giftist Robert Gramham í maí árið 1992, og hjónin búa á Los Angeles-svæðinu. Anjelica er katta-unnandi, og á 11 ketti á heimili sínu í Kaliforníu.
Hún var formaður kviðdómsins á 53. ári San Sebastian kvikmyndahátíðinni árið 2005. Aðrir kviðdómendur voru Verónica Forqué, Enrico Lo Verso, Lone Scherfig, Claude Miller, Dean Tavoularis og Antonio Skármeta.
Anjelica Huston sagði eitt sinn (og ég gæti ekki verið meira sammála henni):
“I have a very full life and I am very happy with where I am now. I don't want to change anything. I once wanted to have children and it was not my choice not to have children but it hasn't broken my heart that I haven't. I think unless you're truly whole-heartedly prepared to make a full-time commitment, you have to really think about it. I certainly wouldn't adopt children just because everybody in show business seems to be doing it.”
Þessi ummæli eru alveg hárrétt, það virðast allir í Hollywood vilja ættleiða börn, en Anjelica ákvað að gera það ekki. Hún er ekki hin dæmigerða ameríska kvikmyndastjarna. Hún er mjög falleg þó að hún sé ekki uppstríluð, og hún hefur ekki dæmigerða vesturlanda-kvikmyndastjörnu útlitið, enda er hún mjög frábrugðin öðrum leikkonum. Anjelica Huston er ein sú besta leikkona kvikmyndasögunnar.