Um klukkan 18 í kvöld (íslenskum tíma) eignaðist söngkonan Britney Spears strák. Britney og eiginmaður hennar Kevin Federline fóru ásamt lögreglufylgd á Santa Monica UCLA spítalann. Þau mættu á spítalann kl 11 í morgun eða 7 tímum fyrir barneignina. Britney var búin að finna fyrir miklum óþægindum nokkrum dögum fyrir og var því tekið barnið með keisaraskurð.
Þau hafa ekki skírt barnið en þó er talið að þau séu búin að ákveða nafnið. En það er Preston Micheal Spears Federline. Þetta er þriðja barn Kevins, en hann á tvo börn (Kori og Kaleb) með fyrri kærustu sinni Shar Jackson.
Heimili hjónanna er í Malibu, Los Angeles og munu hjónin snúa þangað eftir spítalavistina.