
Joseph flutti til Los Angeles árið 1995 þar sem hann hóf fyrstu stóru verkefni sín fyrir ýmsa fræga einstaklinga. Meðal þeirra sem hann hefur unnið með eru U2, Eminem, Aerosmith, Moby, Janet Jackson og Britney Spears. Hann vann sín fyrstu Grammy og Mtv verðlaun fyrir myndbandið “Without Me” með Eminem, meðal annars sem besta myndbandið og besti leikstjórinn. Árið 1999 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki sem heitir “Supermega”. Einnig hefur hann gert auglýsingar fyrir fyrirtæki eins og Vodafone, Budweiser, Miller, Target, Nascar, British Telecom og Playstation. Árið 2003 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, mótorhjólamyndinni Torque með Ice Cube og Martin Henderson í aðalhlutverki. Joseph býr og starfar en þá í Los Angeles.
Tónlistarmyndbönd:
Britney Spears: “Toxic”, “Stronger”.
Destiny's Child: “Say My Name”.
Brandy & Monica: “The Boy Is Mine”.
Enrique Iglesias: “Hero”.
George Michael: “Freeek”.
Kelly Clarkson: “Behind These Hazzel Eyes”.
Sisqo: “Thong Song”
Backstreet Boys: “Everybody”, “Incomplete”.
U2: “Elevation”, “Stuck In a Moment”.
Mariah Carey: “Boy”.
Moby/Gwen Stefani: “Southside”.
Eminem: “Without Me”.
Og mörg fleiri.